Bergmál - 01.09.1957, Page 46

Bergmál - 01.09.1957, Page 46
Bergmál hendinni hraut frá mér á gólfið, en ég þreif annað um leið dg ég stóð á fætur. Snögglega slokkn- aði á kertinu sem ég hélt nú á eða eiginlega samtímis og ég þreif það af arinhillunní og sennilega 'hefur það stafað af því, hve snöggt ég hreyfði mig. Nú var aðeins logandi á tveim- ur kertum og áður en ég hafði getað kveikt á einu einasta, slokknaði einnig á þeim, en það var enn dálítil birta í herberg- inu, rauðleit birta sem lék um loftið og vék skuggunum að mestu frá mér ennþá, það var arineldurinn, sem ennþá logaði. Auðvitað gat ég ennþá kveikt á kertinu sem ég hélt á, inni í arineldinum. Ég færði mig nær arninum, ljósbjarmi iék nú um mig og húsgögnin sem næst stóðu, en um leið og ég teygði hendina inn á milli járnrimlanna til að kveikja á kertinu sem ég hélt á, var eins og logarnir dvínuðu skyndilega, jafnvel glóðin dó út í skyndi, bjarminn frá eldinum dróst saman og náði nú aðeins örlítinn hring í kringum arininn og um leið og ég var kominn með hendina alveg inn að eldinum dvínaði hann snögglega og hvarf með öllu eins og þegar maður — —— ----------- S E P T E M B E R • lokar augunum. Myrkrið vafð- ist utan um mig á allar hliðar eins og það ætlaði að kæfa mig, fyllti öll skilningarvit mín og svipti mig síðasta votti af sjálf- stjórn og heilbrigðri hugsun. En það var ekki aðeins bleksvart myrkur sem umlukti mig á þessu andartaki, heldur einnig skelfi- legur, óbærilegur ótti. Kertið féll úr hendi mér, ég sló frá mér með báðum höndum eins og til þess að reyna að ýta þessu kol- svarta myrkri frá mér, og um leið öskraði ég af öllum lífs- og sálarkröftum. Einu sinni, tvisvar, þrisvar. Ég reikaði til á gólfinu eins og' drukkinn maður, eða það álít ég að minnsta kosti eftir á. En skyndilega mundi ég eftir gang- inum fyrir framan, sem var upp- lýstur af tunglsljósi, og með höfuðið undir mér og handlegg- ina krosslagða fyrir andlitinu, þaut ég í áttina að dyrunum, reikull í spori. En ég hafði gleymt að setja nákvæmlega á mig hvar dyrnar voru, og rakst þunglega á hornið á rúminu, ég hörfaði til baka, sneri mér við og annað hvort var, að ég fékk högg, eða ég hef sjálfur skollið áfram á eitthvert stórt húsgagn; ég hef óljósa end- 44

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.