Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 46

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 46
Bergmál hendinni hraut frá mér á gólfið, en ég þreif annað um leið dg ég stóð á fætur. Snögglega slokkn- aði á kertinu sem ég hélt nú á eða eiginlega samtímis og ég þreif það af arinhillunní og sennilega 'hefur það stafað af því, hve snöggt ég hreyfði mig. Nú var aðeins logandi á tveim- ur kertum og áður en ég hafði getað kveikt á einu einasta, slokknaði einnig á þeim, en það var enn dálítil birta í herberg- inu, rauðleit birta sem lék um loftið og vék skuggunum að mestu frá mér ennþá, það var arineldurinn, sem ennþá logaði. Auðvitað gat ég ennþá kveikt á kertinu sem ég hélt á, inni í arineldinum. Ég færði mig nær arninum, ljósbjarmi iék nú um mig og húsgögnin sem næst stóðu, en um leið og ég teygði hendina inn á milli járnrimlanna til að kveikja á kertinu sem ég hélt á, var eins og logarnir dvínuðu skyndilega, jafnvel glóðin dó út í skyndi, bjarminn frá eldinum dróst saman og náði nú aðeins örlítinn hring í kringum arininn og um leið og ég var kominn með hendina alveg inn að eldinum dvínaði hann snögglega og hvarf með öllu eins og þegar maður — —— ----------- S E P T E M B E R • lokar augunum. Myrkrið vafð- ist utan um mig á allar hliðar eins og það ætlaði að kæfa mig, fyllti öll skilningarvit mín og svipti mig síðasta votti af sjálf- stjórn og heilbrigðri hugsun. En það var ekki aðeins bleksvart myrkur sem umlukti mig á þessu andartaki, heldur einnig skelfi- legur, óbærilegur ótti. Kertið féll úr hendi mér, ég sló frá mér með báðum höndum eins og til þess að reyna að ýta þessu kol- svarta myrkri frá mér, og um leið öskraði ég af öllum lífs- og sálarkröftum. Einu sinni, tvisvar, þrisvar. Ég reikaði til á gólfinu eins og' drukkinn maður, eða það álít ég að minnsta kosti eftir á. En skyndilega mundi ég eftir gang- inum fyrir framan, sem var upp- lýstur af tunglsljósi, og með höfuðið undir mér og handlegg- ina krosslagða fyrir andlitinu, þaut ég í áttina að dyrunum, reikull í spori. En ég hafði gleymt að setja nákvæmlega á mig hvar dyrnar voru, og rakst þunglega á hornið á rúminu, ég hörfaði til baka, sneri mér við og annað hvort var, að ég fékk högg, eða ég hef sjálfur skollið áfram á eitthvert stórt húsgagn; ég hef óljósa end- 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.