Bergmál - 01.09.1957, Síða 47

Bergmál - 01.09.1957, Síða 47
1957 urminningu um það, um að ég hafi reikað eða hlaupið fram og aftur í myrkrinu og ég hef einnig óljósa endurminningu um það, að ég hafi fengið rokna högg á ennið og svo hafi ég dottið; mér. fannst það vera eilífðartími sem ég hélt áfram að detta og detta niður á við, svo fannst mér ég gera örvæntingarfulla tilraun til að koma fyrir mig fótunum og það er það síðasta sem ég man. Þegar ég opnaði augun var orðið bjart af degi. Það var bundið og reifað höfuðið á mér og maðurinn með visnu höndina var að baða andlit mitt. Ég horfði í kringum mig og reyndi að muna hvað gerzt hafði, og langur tími leið áður en ég gat munað eftir nokkru. Ég leit til hliðar út í 'horn á herberginu, þar sat gamla konan, hún var ekki lengur viðutan eins og mér hafði virzt hún vera kvöldið áður. Nú var hún ekki óttaleg í mínum augum, þar sem hún stóð og var að 'hella nokkrum með- aladropum í glas, úr litlu, bláu hylki. „Hvar er ég?“ spurði ég. „Mér virðist, sem ég kannist við ykkur, en mér er ómögulegt að muna hver þið eruð.“ Þau sögðu mér þá allt af létta. ------------------ Bergmál Ég' hlustaði á söguna af rauða herberginu eins og maður sem heyrir draugasögu í fyrsta skipti. „Við fundum yður í dögun,“ sagði hann, „og það var blóðugt enni yðar og varirnar líka.“ Ég undraðist það, að mér skyldi nokkurn tíma hafa geðj- ast illa að honum. Þau þrjú, þessi gömlu hjú virtust alveg eins og gamalt fólk, núna við dagsbirtuna. Gamli maðurinn, sem verið -hafði með derhúfuna sat og laut höfði eins og maður sem er sofnaður sitjandi. Smátt og smátt fór endur- minningin að koma til mín á ný. „Jæj.a, trúið þér því nú,“ sagði gamli maðurinn með visnu höndina, „að það sé drauga- gangur í þessu herbergi?“ Hann talaði ekki lengur eins og mað- ur, sem er að reyna að hrinda frá sér óviðkomandi manni, ’heldur eins og sá sem er að reyna að hugga eða hughreysta vin sinn. „Og þér hafið séð draug- inn, en við, sem höfum verið hérna alla okkar ævi, höfum aldrei séð hann, vegna þess að við höfum aldrei þorað að vera þar inni, segið okkur, er það í raun og veru gamli jarlinn, sem 9“ 45

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.