Bergmál - 01.09.1957, Page 54

Bergmál - 01.09.1957, Page 54
B E R G M Á L Sf.pt f. m js e r „Jæja, en hvað um það, ég vona bara að þér náið yður á strik þegar þér komið til Afríku,“ sagði Lady Amanda. „Til Afríku?11 spurði Sandra undrandi. „Hún ætlar að fara til Afríku,“ sagði Lady Amanda. „Til Afríku?“ spurði Sandra undrandi. „Ætlar hún að fara til Afríku til þess að eta?“ „Nei, hún er að fara þangað til þess að vinna,“ sagði Lady Am- anda. „Segið Söndru frá því öllu saman, Jill.“ Og Jill varð að segja söguna aftur á meðan Sandra hlustaði með stórum, undrandi augum. „Ég held að þér séuð snarvitlaus," sagði hún að lokum. „Veit Victor um þetta?“ Jill fann að hún kafroðnaði. „Því skyldi hann vita Um þetta?“ spurði hún óþarflega hvasst. Sandra hafði ekki veitt því athygli að Jill roðnaði en Lady Am- anda var næmari, ekkert fór fram hjá gömlu konunni. Hana nú, svo það er þá þess vegna hugsaði hún með sjálfri sér. „Honum geðjast áreiðanlega ekki að því,“ hrópaði Sandra. „Hann telur að þér séuð dásamleg hjúkrunarkona, og það er ekki lengra síðan en í gær að hann sagði að ég myndi aldrei hafa náð mér svona fljótt ef að þér hefðuð ekki hjúkrað mér af svo mikilli alúð og ná- kvæmni á meðan ég lá á sjúkrahúsinu.“ „Jæja þá, hann hafði þá viðurkennt það, að hún væri dásamleg hjúkrunarkona, ágæt vél, beiskjan fyllti hug hennar og hjarta. „Það var vingjarnlegt af honum.“ Hún heyrði sjálfa sig segja þetta áður en hún hafði eiginlega hugsað hvað hún var að segja. Sandra leit svolítið hissa á hana. „Það er eins og það sé einhver kaldhæðni í rödd yðar Jill, eruð þið Victor ekki vinir lengur, hefur hann reynst yður einhver þrándur í götu?“ „Alls ekki,“ sagði Jill og ég er alls ekki kaldhæðin. Og það var mjög' vingjarnlegt af Doktor Carrington að gefa mér svona fallega einkunn eða góð meðmæli eða hvað ég á nú að kalla það.“ Hún þagnaði skyndilega, því að hún fann sér til skelfingar, að hún hafði ekki lengur vald yfir rödd sinni. Sandra hló lágt og glettnislega. „Victor er dásamlegur,“ sagði hún, „hann er mjög vingjarnlegur við mig og það verða víst áreið- 52

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.