Bergmál - 01.09.1957, Page 55

Bergmál - 01.09.1957, Page 55
1957 Bergmál anlega maragir sem verða fyrir vonbrigðum, fólkið heldur nefni- lega að við Victor séum trúlofuð eða að minnsta kosti ætlum að trúlofa okkur þá og þegar.“ „Og eftir því hvernig þú talar, þá gæti maður haldið að ykkur sjálfum hefði aldrei dottið það í hug,“ sagði Lady Amanda sem að veitt hafði athygli að Jill var náföi orðin, og að henni myndi koma vel að málið lægi lióst fyrir sem allra fyrst. „Alls ekki,“ sagði Sandra sem starði á guðmóður sína galopnum augum eins og henni kæmi það gersamlega á óvart að gömlu kon- unni skyldi geta hafa hugkvæmst þetta. „Ég held nú helzt að Victor hefði ekki tíma til að gifta sig, að minnsta kosti er ekki langt síðan að hann sagði mér að hann kærði sig alls ekki nokk- urn skapaðan hlut um konur, og þegar ég sýndi honum hið heimskulega slúður í blaðinu þarna um daginn, þá hló hann dátt og innilega.“ „Hvað ertu eiginlega að tala um?“ spurði Lady Amanda undr- andi. „Bíddu bara við, ég skal segja þér það. Það var einhver forvitinn blaðamaður, sm hafði séð mig oftar en einu sinni undanfarið í fylgd mð Victor og hér um daginn þá var hann svo óforskammaður og frekur að spyrja mig hvort að við ætluðum að gifta okkur. Það var á Colonnade veitingahúsinu þar sem við borðuðum hádegisverð saman, þú veizt hvernig það er, ef að þessir blaðasnápar sjá ein- hverja filmstjörnuna úti með sama karlinum oftar en í eitt skipti, þá koma þeir undireins þeim orðrómi á flot að þau ætli að fara að gifta sig. Nú eru þeir auðsjáanlega farnir að hafa áhuga fyrir dans- meyjum líka. Ég sagði þessum dónalega blaðasnáp að ég hefði eng- an tíma til að hugsa um trúlofun í augnablikinu, en svö bætti ég við, bara til þess að losna við hann, að ef til vill gæti ég sagt hon- um spnnandi fréttir áður en langt um liði og þá hélt auðvitað þessi heimskingi að það væri trúlofunin sem ég ætti við, en í sannleika sagt, þá meinti ég allt annað.“ Lady Amanda hafði allan þann tíma sem Sandra lét dæluna ganga séð það útundan sér að 'Jill hafði stið spennt og hlustað ná- 53

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.