Bergmál - 01.09.1957, Síða 58

Bergmál - 01.09.1957, Síða 58
S E P T F. M B E R B E R G M Á L skipti, flaug Söndru það skyndilega í hug að hún þyrfti að bregða sér skyndilega heim til sín, til þess að máta nýja skó sem áttu að sendast heim til hennar seinnipartinn þennan dag, en hún lofaði að verða komin aftur áður en að kvöldverðurinn væri framreiddur og þegar Jill kom aftur niður í stóru setustofuna, þá var Lady Am- anda ekki þar inni, en Sandra var einmitt að koma inn úr dyrunum frá því að skreppa heim og hún hafði meira að segja haft tíma til að hafa fataskipti líka. „Jæja, Jill,“ sagði Sandra glaðlega. „Ég hef haft töluvert sam- vizkubit af því að ég hef aldri skrifað yður, en þér vitið nú hvernig ég er, ég fæ skrifkrampa þó ég skrifi ekki nema nokkrar línur.“ Jill hló. „Þá ættuð þér að kaupa yður ritvél.“ „Þá myndi ég ekki geta skrifað eina einustu línu, en vitið þér hvað ég hugsaði til yðar á sunnudaginn? Ég óskaði þess að þér væruð komin til mín. Ég flaug til Parísar og heimsótti Errol um helgina, reyndar vissi ég ekki að hann væri þar og ég rakst á hann af tilviljun, en við héldum áfram að kíta allan liðlangan daginn. Ég veit að hann fyrirgefur mér aldrei.“ Sandra stóð á fætur, tók undir handlegginn á Jill og leiddi hana út að glugganum. „Mér þykir vænt um að við fáum að vera hérna tvær út.af fyrir okkur nokkrar mínútur, Jill, þér eruð svo róleg.“ ,.Róleg,“ hugsaði Jill. Sandra hélt áfram og talaði hratt. „Ég hafði ekki kjark til a ðsegja honum frá því að ég hefði skrif- að undir hjá Boronoff, auðvitað hefði ég átt að segja honum það, þér skiljið, hann heldur það ennþá að ég ætli að dansa í París í haust, enda þótt við höfum ekki skrifað undir neinn samning og nú nagar samvizkan mig.“ Jill leit snögglega til hennar, hún hafði verið svo bundin við rugsunina um það, að Sandra ætlaði að giftast Victor að hún hafði gjörsamlega gleymt Lord Errol. ..Segið mér eitt í trúnaði," sagði Jill. „Elskið þér Errol lávarð?“ Sandra stóð eitt andartak hrreyfingarlaus og steinþagði. „Já, það held ég,“ viðurkenndi hún að lokum. „Hann getur sært mig meira heldur en nokkur annar og hann hefur oft og mörgum sinnum gert það, en ef til vill hefði ég getað fyrirgefið honum það 56

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.