Bergmál - 01.09.1957, Síða 65

Bergmál - 01.09.1957, Síða 65
1957 þriðju hæð á hótel Ritz. Hann hafði séð hann falla; hann hafði heyrt þegar hann skall í gang- stéttina. Átti hann að snúa við? Fjandinn hirði það; hann hataði hana. Hann sat lengi inni á bóka- safninu. Hvað hafði komið fyrir? Hvað var að gerast? Hann velti þessari spurningu fyrir sér og fann ekkert svar. Kannske að martröðin leystist af sjálfu sér. Dauðinn beið hans. Augu hans fylltust tárum; hann langið svo ákaft að lifa. „Einungis að lifa.“ Veslings Emily hafði óskað þess sama, mundi hann. „Einungis að lifa“. Það voru svo margir staðir í þessum furðulega heimi enn óséðir, svo mikið af skemmtilegu, skrýtnu fólki sem hann hafði ekki kynnzt, svo margar yndislegar stúlkur, sem hann hafði ekki augum litið. Stóru, hvítu uxarnir gengu enn fyrir æki sínu á vegunum í Toskana, síprusviðirnir áttu enn eftir að vaxa og teygja sig þráð- beinir upp til himins; en hann mundi ekki vera þar til að sjá þetta. Og sæt, suðræn vín — tár Krists og blóð Júdasar — aðrir mundu drekka þau, aðrir en hann. Aðrir mundu feta sig um þrönga dimma gangvegi milli ----------------- Birgmál bókahillanna í Bókasafninu í London og anda að sér ilmandi ryki góðra bóka, rýna í fáséða kili, uppgötva óþekkt nöfn og kanna hin víðu lönd þekkingar- innar. Hann mundi liggja niðri í holu í jörðinni. Og hvers vegna, hvers vegna? Óljóst fannst honum eins og væri verið að framfylgja ein- hverju óþekktu réttlæti. Á liðn- um tíma hafði hann verið rót- laus, hégómlegur og ábyrgðar- laus. Og nú höfðu örlögin hann á sama hátt að leiksoppi. Það var tönn fyrir tönn og guð var þá til þrátt fyrir allt. Honum fannst hann þyrfti að biðja. Fyrir fjörutíu árum hafði hann kropið við rúmstokkinn á hverju kvöldi. Hin daglega þula kom upp í huga hans geymd frá æskuárunum lengst úti í hugar- fylgsnum. „Guð blessi pabba og mömmu, Tom og Cissie og barnið, frökenina og barnfóstr- una og allt sem ég elska og geri mig góðan dreng. Amen.“ Þau voru öll dáin núna — öll nema Cissie. Hugsanir hans milduðust og dreifðust; mikil kyrrð umlukti sálu hans. Hann fór upp til að biðja Dóris að fyrirgefa sér. Hún lá á kodda við fótagafl rúmsins. 63

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.