Goðasteinn - 01.09.2009, Page 26

Goðasteinn - 01.09.2009, Page 26
Goðasteinn 2009 Þeir voru allir mjög þreyttir og flestir með einhvern höfuðverk. Einn hafði farið að sýna einkenni um versnandi hæðarveiki og var hann drifinn niður á undan hinum. Eftir matinn var pakkað saman og haldið aftur af stað því við áttum eftir um þriggja stunda göngu í tjaldstað við Horombo-skála í 3700 metra hæð. Við fórum niður af fjallinu um Marangu-leiðina. Þarna eru breiðir og fínir göngustígar og fullt af fólki. Við vorum komin í tjaldstað um kl. 18. Á einum og hálfum sólarhring höfðum við verið á göngu í um 17 tíma og sofið í 2-3 klst. Við Horombo-skálann er fullt af húsum, svipuðum þeim sem eru á hálendinu hér á landi. Þarna voru nokkur hundruð manns saman komin. Eftir kvöldmat fórum við að sofa og tjaldið hristist til og frá í vindinum. 29. ágúst Við vorum vöknuð eftir um 8 tíma svefn og Tyrfingur orðinn frískur. Allt var rykugt í tjaldinu eftir vindinn um nóttina og þykkt ryklag var yfir klósettinu. Við gengum af stað um kl. 8 og þegar líða tók á daginn mættum við hverjum gönguhópnum á eftir öðrum. Það voru mikil viðbrigði frá Rongai-leiðinni þar sem við vorum nánast ein í heiminum. Við borðuðum hádegisnestið við Marangu- skálann en hann er neðsti skálinn á Marangu-leiðinni. Nú vorum við komin niður í laufskóg og sáum nokkra bláapa að leik í trjánum og litskrúðugan fugl, líkan páfagauki. Gangan endaði við Marangu-hliðið sem er aðalhliðið inn og út úr Kilimanjaro-þjóðgarðinum. Burðarmennirnir voru komnir niður löngu á undan okkur, búnir að fara heim í bað og skipta um föt. Þeir kvöddu okkur með Kilimanjaro-söngnum, þeim sama og leiðsögumennirnir sungu um nóttina þegar við gengum á toppinn. Stuttur akstur var á hótelið þar sem við fórum beint í sturtu - og hvað við vorum rykug! Síðan settumst við öll með langþráðan og verðskuld- aðan bjór við sundlaugarbakkann og horfðum á fjallið í lauginni. Að sjálfsögðu varð Kilimanjaro-bjórinn fyrir valinu. Leiðsögumennirnir komu á hótelið til okkar um kvöldið og afhentu okkur viðurkenningarskjöl. Við gáfum hverjum þeirra litla flösku af íslensku brennivíni, spurning hvernig þeim hefur líkað bragðið. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.