Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 39
Goðasteinn 2009
Guðjón Ólafsson, Syðstu-Mörk
Og
jarðir á Þórsmörk
Mikið hefur verið ritað um Njálssögu bæði fyrr og síðar, meðal annars um það
hvort þeir atburðir sem hún segir frá hafi raunverulega gerst. Um eina persónu
sögunnar, Björn úr Mörk, skrifaði Sigurður Nordal grein þar sem hann fjallaði um
Björn sem skáldsagnapersónu. Þessi grein er í ritverkasafni Sigurðar: Mannlýs-
ingar, fyrsta bindi, bls. 312, gefin út af Almenna bókafélaginu árið 1986 .
Eg vil með línum þessum leitast við að færa rök fyrir því að Björn að baki Kára
eins og hann hefur oft verið kallaður eða Björn hvíti eins og hann er nefndur í
sögunni hafi ekki aðeins verið til heldur að hann hafi verið bóndi á Þórsmörk og
Þorgeir skorargeir í Holti hafi haft jarðaskipti við hann eins og sagt er frá í
Njálssögu:
Þegar sáttum hafði verið komið á eftir Njálsbrennu, að öðru leyti en því
að Kári Sölmundarson hafði neitað að sættast við brennumenn, var hann
staddur í Holti undir Eyjafjöllum hjá Þorgeiri skorargeir. í Njálssögu segir:
Kári reið nú vestur fyrir Seljalandsmúla ok upp með Markarfljóti ok svá
upp í Þórsmörk. Þar eru þrír bæir, er í Mörk heita allir. Á miðbænum bjó sá
maður, er Björn hét ok var kallaðir Björn hvíti ... Björn átti þá konu er
Valgerður hét ... Þau áttu gnótt í búi ... Þangað kom Kári til gistingar, ok
tóku þau við honum báðum höndum.
Kári var svo hjá Birni á laun nokkurn tíma, en síðan fór Björn með
Kára austur í Skaftafellssýslu á eftir nokkrum brennumönnum og var með
honum að vígum átta manna. Nokkrum dögum síðar riðu þeir í Holt á fund
Þorgeirs. Kári mælti við hann: „Það vil ek, að mann þenna, er Björn heitir,
takir þú til þín, er að vígum hefir verið með mér, ok skiptir um bústað við
hann ok fáir honum bú algert hér hjá þér, ok halt svá hendi yfir honum, at en
engri hefnd sé til hans snúið, ok er þér það sjálfrátt fyrir sakar höfðings-
skapar þíns.“ „Svá skal vera“ segir Þorgeir.
37