Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 66
Goðasteinn 2009
undanfarin ár annast móttöku ferðamanna og annaira gesta í Reykholti. Móttakan
sem frá upphafi hefur verið undir stjórn Dagnýjar Emilsdóttur, hafði umsjón með
upplýsingaþjónustu, sýningum á vegum Snorrastofu og tónleikahaldi í Reykholts-
kirkju. Þessi starfsemi hefur vakið mikla athygli fyrir góða og persónulega
þjónustu. Móttökunni var komið á fót í tengslum við vígslu hinnar nýju kirkju í
Reykholti á Olafsmessu á sumri, 28. júlí 1996. Fyrr í sama mánuði, þann 14. júlí,
var fyrsta sýningin opnuð í safnaðarsalnum á vegum Snorrastofu. Sýningin var
tvíþætt, annars vegar sýning um verk Snorra Sturlusonar, hins vegar sýning um
sögu staðarins.
Arið 1998 eða þremur árum eftir samþykkt skipulagsskrárinnar var ákveðið að
Snorrastofa yrði til viðbótar við þjónustuna við ferðamenn fyrst og fremst rann-
sóknarstofnun sem byggist á hugmyndum sem fram komu hjá stjórn stofnunar-
innar þá um vorið. A grundvelli þessara hugmynda var síðan höfundur þessarar
greinar sem menntaður er á sviði íslenskra fornbókmennta ráðinn til starfa sem
forstöðumaður. Markmiðið var að byggja upp háskólatengda starfsemi í Reyk-
holti, eins og það var orðað, þ.e. gera rannsóknarstofnun í miðaldafræðum að
veruleika. Farið var með þessa hugmynd til Björns Bjarnasonar menntamála-
ráðherra sem hafði áður vakið rnáls á þeirri hugmynd að í Reykholti yrði í
tengslum við Snorrastofu evrópskt menningarsetur þar sem stunduð yrðu miðalda-
fræði og síðan rannsóknir á fornminjum. I því sambandi skipaði Björn Bjarnason
menntamálaráðheiTa árið 1998 þriggja manna nefnd til, eins og segir í erindis-
bréfi;
...að kanna og gera tillögur unr hvernig komið verði á laggirnar í Reykholti
rannsóknarstarfsemi í íslenskum og evrópskum miðaldafræðum. Miðað
verði við að starfsemin verði innan vébanda Snorrastofu í Reykholti,
sjálfseignarstofnunar, en með samstarfsaðild Háskóla Islands og fleiri
innlendra og erlendra fræðastofnana eftir því sem henta þykir. í álitsgerð
nefndarinnar verði m.a. fjallað nánar um viðfangsefni og tilhögun
starfseminnar, aðstöðu og fjármögnun.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að uppbygging rannsóknarstofnunar á sviði
miðaldafræða myndi henta Reykholti og Snorrastofu og hafa eftirfarandi rök verið
færð fyrir því:
Frá Oddastefnu 2008
64