Goðasteinn - 01.09.2009, Page 70
Goðasteinn 2009
Örn Bjarnason
Suðurgöngur á
hámiðöldum,
stjórnmál og
innanlandsátök
í Konungs Skuggsjá fræðir faðir son sinn um þá hluti og þau undur sem eru á
Grænalandi og í Grænalands hafi og þar segir meðal annars:
Þar er þii forvitnar um það, hvað menn sækja þangað til lands þess, eða
hví menn fara þangað í svo mikinn lífsháska, þá dregur þar til þreföld
náttúra mannsins.
Einn hlutur er kapp og frægð, því það er mannsins náttúra að fara þangað,
sem mikils háska er von, og gera sig af því frægan.
En annar hlutur er forvitni, því það er mannsins náttúra að forvitna og sjá
þá hluti, er honum eru sagðir, og vita, hvort svo er, sem honum var sagt, eða
eigi.
Hinn þriðji hlutur er fjárföng, því hvervetna leita menn eftir fénu, þar sem
þeir spyrja að féföngin eru, þó að mikill háski sé annan veg við.
Þessa lýsingu mætti heimfæra á Auðun vestfirzka. Eftir dvöl á Grænlandi fór
hann í pílagrímsferð. I Rómaborg tók hann sótt mikla og gerðist þá ákaflega
magur. Auðunn kom aftur til Danmerkur. „Ok er hirðin sá hann, hlógu þeir að
honum, en konungur sagði: »Eigi þurfuð þér að honum að hlæja, því að betur hefir
hann séð fyrir sál sinni heldur en þér« ...“ (Auðunar saga).
A miðöldum fóru karlar og konur í pílagrímsferðir til helgra staða meðal annars
í því skyni að fá aflausn synda sinna eða í von um að öðlast yfirnáttúrulega
lækningu en eflaust einnig sumir til þess að sjá framandi lönd og staði og létta af
sér grámóðu vanans, eins og er um ferðalanga enn þann dag í dag.
68