Goðasteinn - 01.09.2009, Side 71
Goðasteinn 2009
Til Jerúsalem fóru trúboðarnir Þorvaldur víðförli Koðránsson og Stefnir
Þorgilsson um 1000 og skömmu síðar Þórður Sjáreksson. Þangað fór einnig
Hermundur Þorvaldsson í fylgd með Sigurði konungi Magnússyni með viðkomu í
Santiago de Compostela á Vestur-Spáni (1107-1111) og sömu leið fóru Armóður,
Oddi hinn litli Glúmsson, Þorbjörn svarti með Rögnvaldi kala Orkneyjajarli um
1150. Á sama tíma fór Nikulás Bergsson til Jerúsalem með viðkomu í Róm, Hrafn
Sveinbjarnarson á Eyri fór til Santiago og Rómar skömmu fyrir 1200 og Aron
Hjörleifsson fór til Jerúsalem um 1226.
Langflestir fóru til Rómaborgar og þangað fóru fyrstar, um og eftir 980, þær
Auður Vésteinsdóttir, ekkja Gísla Súrssonar og Gunnhildur mágkona hennar,
ekkja Vésteins Vésteinssonar, síðan Flosi Þórðarson og Kári Sölmundarson (1013
-1015), Helgi Þórðarson (Skáld-Helgi) um 1025, Bjarni Brodd-Helgason, Sig-
hvatur skáld Þórðarson (1029-1030), Þorsteinn Síðu-Hallsson um 1045, Guðríður
Þorbjarnardóttir og Auðun vestfirzki um miðja öldina, ísleifur Gizurarson um
1055, Þorvarður Höskuldsson 1058, Þorsteinn drómundur Ásmundarson eftir
miðja elleftu öld og Gellir Þorkelsson um 1070. Tvær ferðir fóru til Rómar þeir
Gizurr ísleifsson á árunum 1080-1083 og Jón Ögmundarson um 1070 og um
1106.
Leiðir, leiðalýsingar og tímasetning ferðanna
Snemma á öldum voru samdar leiðalýsingar sem auðvelduðu pflagrímum að rata
réttan veg og til eru á íslenzku leiðarvísir Nikulásar Bergssonar ábóta á
Munkaþverá frá því um 1150 í Codex Membranaceus, svo og yngri lýsing á
„hinni eystri leið“ (Wegur til Róms) í Hauksbók AM 281, sem kennd er við Hauk
Erlendsson lögmann (f 1334). Var gerð grein fyrir þeim í Merki krossins 1/2004,
1/2007 og 2/2007. Þá eru til leiðalýsingar Alberts ábóta í Stade frá því um 1236
og var fjallað um ferð hans suður til Rómar í Merki krossins 1/2008.
Leiðirnar til Rómar sem greint er frá í fornum sögum voru um Normandí og
Valland, um Niðurlönd og um Danmörku. Leiðir lágu þaðan um Þýzka keisara-
dæmið, um vestanverða Alpana til Italíu og síðan um Appennínafjöllin. Eystri
leiðin frá Lubeck til Rómar um Brennerskarðið varð öruggari eftir að Lubeck
Frá Oddastefnu 2008
69