Goðasteinn - 01.09.2009, Side 82
Goðasteinn 2009
að með biskupi í för var Ketill prestur, sá er fór erinda Guðmundar til Rómar sex
árum fyrr. Þá var haldið til Fljóta um heiði og síðan inn eftir Höfðaströnd og kom
biskup á skírdegi í Viðvík.
Var þar fyrir Kolbeinn ungi með flokk mikinn. Hann rekur lið allt frá
biskupi nema tvo klerka ... Kolbeinn lét biskup fara heim til Hóla. Og er
hann þá tekinn í varðhald með því móti, að hann var í einni stofu og
klerkarnir í hjá honum. Þar svaf hann, og þar mataðist hann, og þar söng
hann allar tíðir nema lágasöngva. Engu réð hann nema þeiin félögum, og
enga mátti hann ölmusu gera af líkamlegri eign, heldur var hann haldinn
sem arfsalsmaður. Leið svo fram til þess, að Magnús byskup [Gizurarson]
kom út að Gásuin með bréfum Sigurðar erkibyskups, þeirn er Guðmundi
byskupi buðu af embætti sínu.“ (Islendinga saga)
Þetta var árið 1232. Guðmundur biskup Arason tók ekki boði erkibiskups um
að láta af störfum og fóru orð milli þeirra Kolbeins og biskups til sættar.
Að áliðnu sumri fer biskup norður um heiði að erindum sínum og yfir
[Eyjajfjörð og ætlar norður í sveitir. Hann kenrur undir Laufás. Hann fréttir
þá, að Reykdælir ætla við honum að rísa. Byskup snýr þá aptur yfir fjörð og
ætlar inn eftir strönd til Eyjafjarðar. Hann kemur í Árskóg, og fréttir þá, að
Eyfirðingar vilji eigi við honum taka. Þetta fréttir Brandur, bóndi í Höfða.
Hann fer og býður byskupi til sín til veturvistar. Og það þyggur byskup
blíðlega og er þar tvo vetur.“ (Islendinga saga)
Misheppnað biskupskjör og norskir biskupar
Ekki verður ráðið af heimildum hvort frændi Páls Jónssonar, Magnús Guð-
mundarson sem kjörinn var biskupsefni til Skálholts 1236, fór til Rómar eða ekki.
Páll biskup var móðurbróðir hans en móðir Magnúsar var Sólveig, dóttir Þóru
Magnúsardóttur konungs berfætts og Jóns djákna í Odda, sonar Lofts prests Sæ-
mundssonar fróða. Systur Magnúsar voru Þóra eldri sem gift var Jóni Sigmundar-
syni af Svínfellingaætt og Þóra yngri sem gift var Þorvaldi Gizurarsyni í Hruna og
var þeirra sonur Gizurr jarl. Bróðir Magnúsar var Þorlákur prestur, faðir Árna
biskups (fl298) og systir Magnúsar var Ásbjörg móðir Árna biskups Helgasonar
(t 1320).
Magnús Guðmundarson er í Islendinga sögu nefndur meðal fremstu höfðingja
landsins. Faðir hans var Guðmundur gríss Ámundason. Langafi Guðmundar var
80