Goðasteinn - 01.09.2009, Page 83

Goðasteinn - 01.09.2009, Page 83
Goðasteinn 2009 hins vegar Ámundi Þorsteinsson Síðu-Hallssonar. Guðmundur átti allsherjar- goðorð í Kjalarnessþingi og Magnús eftir hann. Lúðvík Ingvarsson segir um Magnús (Goðorð og goðorðsmenn) að hann hafi verið prestur og allsherjargoði og hafi „líklega farið með goðorð til 1234 eða 1236, er hann fór til biskupsvígslu.“ Mun hann hafa afhent allsherjargoðorðið Árna Magnússyni óreiðu Ámundasonar en þeir Magnús biskupsefni og Árni voru bræðrasynir. / / / I Islendinga sögu er greint frá því að Orækja Snorrason tók sér far á Eyrum 1236 og þar segir: „Þá fór utan á Eyrum Magnús, sonur Guðmundar gríss, - hann var kosinn til biskups í Skálaholti -, og Kygri-Björn, er Norðlendingar höfðu körið til biskups.“ I Islenzkum annálum segir: (1235) Magnus G[uðmundar] son kosinn til biskups. (1236) Byskupar sendir utan Magnús prest[ur] Guðmunndar son og Kygribjörn prest[ur] Hiallta son. (1239) Útkváma Magnús prestz Guðmunndar sonar. (1240) Drvknan Magnús prestz Guðmunndar sonar (Annales regii) og ... druknun Magnus prestz G[uðmundar] sonar byskups efnis (Skálholts annálar). Páll Eggert Ólason segir í íslenzkum æviskrám að Magnús hafi farið utan til biskupsvígslu 1236 en verið bægt frá af Hákoni konungi og dómklerkaráði að Niðarósi. Nicholas Breakspear kardináli hafði stuðlað að stofnun ráðsins þegar hann var þar í erindum páfa um 1152. Ráðin voru samfélög presta sem nefndust kanokar (canonici). Þau störfuðu við dómkirkjurnar og þjónuðu biskupi en að þeir réðu nú biskupskjöri var hluti af þróun innan kirkjunnar á tólftu og þrettándu öld. Hákon Hákonarson, sonarsonur Sverris konungs Sigurðarsonar, hafði áður náð yfirhöndinni í baráttunni um völdin í Noregi við Skúla Bárðarson jarl, síðar hertoga. Árið 1233 hittust þeir í Bergen og gerðu samkomulag um skiptingu ríkisins. Með bréfi dagsettu 11. október 1234 fól Gregor páfi IX Sigurði Eindriða- syni erkibiskupi í Niðarósi og biskupunum í Bergen og Ósló að sjá um að báðir aðilar fari nákvæmlega eftir sáttargerðinni. I Fornbréfasafninu segir Jón Sigurðsson frá bréfi Gregors páfa IX frá 11. maí 1237 varðandi starfslok Magnúsar biskups Gizurarsonar: „Magnús biskup Gizur- arson kenndi sjúkleika, sem kallaður er ... »lángvinnr heisubrestr og að ætlun mann ólæknandi« [og] á alþingi 1236 lét hann þess vegna kjósa biskupsefni, og varð fyrir þeirn kosníngi Magnús, son Guðmundar gríss á Þingvöllum; hann var þá allsherjargoði; fór hann utan þá um haustið. I bréfi páfans er svo að sjá, sem Magnús biskup hafi sent mann með bréf sitt beint til Róma-borgar, til að biðja um lausn frá embættinu, en hvort sá sendiboði, sem hafði bréfið meðferðis, hafi verið Magnús biskupsefni eða annar, höfum vér engar sögur af. Þá var í Noregi mikið 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.