Goðasteinn - 01.09.2009, Page 84

Goðasteinn - 01.09.2009, Page 84
Goðasteinn 2009 ráðabrugg, um að koma Norðmönnum inn á báða biskupsstólana, voru því reistar þær tálmanir móti kosníngi biskupsefnis, að hann fékk aldrei biskupsvígslu. Páfabréf þetta ... hefir varla komið út til íslands að Magnúsi biskupi lifandi, því hann andaðist þetta ár að áliðnu sumri, næsta dag fyrir Maríumessu fyrri (þ.e. 14. August 1237), en árið eptir voru fyrst vígðir hinir norrænu biskupar, og komu ekki út til íslands fyr en um vorið 1239.“ Annar þeirra var Sigvarður Þéttmarsson sem varð biskup í Skálholti en hinn var Bótólfur biskup á Hólum. Ekkert er að finna í heimildum um það, hvar Magnús biskupsefni hefir dvalizt þau þrjú ár sem hann var ytra og ekkert bendir til að hann hafi flutt Gregor níunda bréf Magnúsar Gizurarsonar. Jón Viðar Sigurðsson segir að í tilraunum sínum við að fá Island undir Noreg hafi Hákon konungur látið norsku biskupana á íslandi ganga erinda sinna. Arið 1238 tryggði dómklerkaráðið (domkapitlet) í Niðarósi sér réttinn til þess að velja biskupa á íslenzku biskupsstólana; rétt sem íslenzkir höfðingjar höfðu áður haft. Ráðið hafi notað tækifærið til þess að velja tvo norska biskupa. Astæða þess að norsku biskuparnir á íslandi studdu útþenslustefnu Hákonar konungs hafi verið það góða samband sem þegar var milli konungs og erkibiskups. (Norsk historie 800-1300). Meðal þeirra íslendinga, sem fóru til Rómaborgar á þrettándu öld voru Magnús Gizurarson biskupsefni (1202-1203), Björn Hjaltason (1213-1214), Kálfur Gutt- ormsson um 1215, Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur (1215-1218), Ingimundur Jónsson um 1220, Guðlaugur Eyjólfsson 1221, Sturla Sighvatsson (1233-1235), Kolbeinn ungi Arnórsson (1235-1236), Órækja Snorrason (1236-1238), Gizurr Þorvaldsson (1247-1249), Halldór Bergsson og Þorbjörn Vermundarson um miðja þrettándu öld og Ásgrímur Þorsteinsson (1259-1261). / Islenzkir höfðingjar berjast... Gizurr Þorvaldsson bjó að Reykjum í Ölfusi þau misseri er þeir önduðust Magnús byskup og Guðmundur byskup [1237]. Hann gerðist höfðingi mikill, vitur maður og vinsæll. Þá hafði hann átta vetur og tuttugu. ... I þennan tíma var svo mikill ofsi Sturlu Sighvatssonar, að nær engir menn hér á landi héldu sér réttum fyrir honum. Og svo hafa sumir menn hermt orð hans síðan, að hann þóttist allt land hafa undir, ef hann gæti Gizur yfir komið. ... Gizurr var ... skýrlegur í viðbragði, betur talaður en flestir menn hér á landi, blíð-mæltur og mikill rómurinn, enginn ákafamaður og þótti jafnan hinn drjúglegasti til ráðagerðar. En þá bar svo oft til, þá er hann var við 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.