Goðasteinn - 01.09.2009, Qupperneq 86
Goðasteinn 2009
hann ekki efast í því, að hann ætlaði sér meira hlut en öðrum mönnum á íslandi.
»En mér þykir sem þá sé allir yfirkomnir, er þú ert, því ég uggi þig einn manna á
Islandi, ef eigi fer verr með okkur.« Síðan var bók fengin Gizuri. Bað Sturla hann
sverja utanferð sína og halda trúnað við hann. Gizurr spyr, hvort hann skyldi
vinna norrænan [þ.e. norskan] eið eða íslenzkan. Sturla bað hann ráða. »Þá mun
ég norrænan eið vinna,« segir Gizurr, »er ég skal þangað fara. En það mun ég
segja fyrir eið minn, að ég skal til þín aldrei öfugt orð mæla ódrukkinn.« Síðan
vann Gízuit eið ... Þá kom Ormur Svínfellingur með sveit manna. ..." (íslendinga
saga)
Ormur Jónsson var eins og viðurheitið ber með sér kominn af Flosa Þórðarsyni
Freysgoða Özurarsonar. Ormur hafði átt í deilum við Snorra Sturluson en þeir
sættust 1232 og urðu vinir. Ormi tókst síðan að leiða hjá sér átökin á Sturlungaöld
og var talinn vinsælastur allra höfðingja hér á landi.
„Ormur tók við Gizuri og skyldi geyma hann, þar til er hann færi utan. ...
Gizurr var með Ormi. Hann fékk komið bréfi austan til trúnaðarmanna
sinna, að þeir skyldi koma mót honum, ef frændur hans fengi afla nokkurn.
... I þann tíma riðu austur menn Gizurar átján saman. ... Þeir komu austur í
Skál [á Síðu], bundu þar hesta sína við garð og gengu heim til móts við Orm
og Gizur og beiddu, að Gizurr mætti fara með þeim. Ormur var þess tregur,
en þó lagði hann eigi bann fyrir, er hann sá, að að Gizurr vildi ekki annað en
fara með þeim. Þeir fundust áður Brandur prestur Jónsson og Ögmundur
Helgason [staðarhaldari í Kirkjubæ], og var Gizurr við þeirra ráð lauss
látinn.“ (Islendinga saga)
Ögmundur átti Steinunni alsystur Orms og Brandur var hálfbróðir hans. Hann
varð síðar ábóti í Kirkjubæ og biskup á Hólum. Móðir Brands var Halldóra
Arnórsdóttir af ætt Asbirninga, systir Kolbeins kaldaljóss, en Brandur sonur hans
kemur brátt við þessa sögu.
... eftir það hófst mikill liðssafnaður í Árnesþingi, Skagafirði og
Rangárþingi. Þeir Kolbeinn ungi, Gissur og Oddaverjar riðu í Borgarfjörð
með 1600 manna lið. Sturla safnaði liði af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum.
Hann hélt undan, fór úr Borgarfirði og í Dali með lið sitt og staðnæmdist að
lokum í víginu að Kleifum innst í Gilsfirði. Menn Gissurar og Kolbeins riðu
í Saurbæ, voru þar nokkrar nætur en fóru síðan suður aftur ... sennilega
vegna þess að Kleifavirki var talið óvinnandi. Síðar um sumarið var aftur
safnað liði og hélt nú Sturla í Skagafjörð. Kom þá Sighvatur laðir hans úr
Eyjafirði með 480 menn. Kolbeinn ungi var á Suðurlandi og söfnuðu þeir
84