Goðasteinn - 01.09.2009, Page 110
Goðasteinn 2009
A landsmóti hestamanna sem framfór á
Gaddstaðaflötum sumarið 2008 gerði hávaðarok
eitt kvöldið og lá við stórskemmdum á tjöldum og
búnaði.
horfur á að þessi þróun snúist við í
náinni framtíð og börnum fjölgi. Til
að mynda fjölgaði börnum á
Laugalandi, bæði í leikskóla og
grunnskóla á árinu. I þessu ljósi var
ákveðið að byggja við leikskólann á
Hellu og hófust framkvæmdir um
vorið og lauk í árslok. Sömuleiðis
voru hafnar framkvæmdir við nýtt
íbúðahúsahverfi, Öldur III, austan við
Hellu. Efnahagsþrengingar í vetrar-
byrjun settu strik í reikninginn og var
hætt við uppbyggingu hverfisins. Gert
var ráð fyrir lóðum fyrir 50 íbúðahús-
um en dregið var úr framboði lóða í
ljósi breyttra aðstæðna. Eftirspurn
eftir atvinnulóðum á Hellu um vorið
var aftur á móti gríðarlega mikil.
Segja má að slegist hafi verið um
lóðir og fengu færri en vildu. Þessi
mikli og óvænti áhugi á atvinnu-
lóðum gaf þó ekki fyrirheit um
stórkostlega atvinnuuppbyggingu á
Hellu, engar framkvæmdir voru á
árinu og umsækjendur sem fengu
ekki lóðir höfðu engan áhuga á
öðrum lóðum.
Landsmót hestamanna var
haldið að Gaddstaðaflötum í byrjun
júlí. Gríðarstór reiðhöll, um 2300
fermetra stálgrindarhús, var byggt á
hestaíþróttasvæðinu á Gaddstaða-
flötum á Hellu og var reiðhöllin tekin formlega í notkun í tengslum við landsmót
hestamanna. Húsið er mikil lyftistöng fyrir svæðið og gjörbreytir notagildi þess.
Einnig var mikið um aðrar framkvæmdir á svæðinu og keppnisaðstöðu hesta-
manna. Gaddstaðaflatir fengu því mikið forskot á forystuhlutverk sitt gagnvart
hestaíþróttaiðkun. Um 14 þúsund gestir eru taldir hafa sótt landsmótið sem tókst
betur en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Veðurblíða lék lengst af við
gesti ef undan er skilið hvassviðri eitt kvöldið. Aðstaða gesta og íþróttamanna var
Gísli Stefánsson, umsjónarmaður Töðugjalda og
Jóhannes Hr. Símonarson, framkvœmdastjóri
Landbúnaðarsýningarinnar á Hellu 2008, fyrir
framan stœrstu dráttarvél á Islandi.
108