Goðasteinn - 01.09.2009, Side 118
Goðasteinn 2009
12 árin, byggði þar upp góða aðstöðu til að sinna um hestana, reisti sér
sumarhús og átti þar margar ánægjustundir.
Andrés lést á heimili sínu 25. apríl 2008, á 89. aldursári. Útför hans var
gerð frá Áskirkju 6. maí og duftker hans jarðsett síðar í Fossvogskirkjugarði.
Sr. Sigurður Jónsson, Ásprestakalli, Reykjavík
/
Arni Guðmundsson í Múlakoti
Árni Guðmundsson fæddist 2. febrúar 1932 að
Ámundakoti í Fljótshlíð sem nú heitir Smáratún.
Hann lést á heimili sínu Múlakoti í Fljótshlíð 11.
janúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur
Guðmundsson bóndi í Ámundakoti og síðar
Múlakoti í Fljótshlíð f. 28. júní 1900, d. 9. feb. 1972,
og Guðrún Halldóra Nikulásdóttir húsfreyja, f. 26.
júní 1901, d. 9. nóv. 1981.
Systkini Árna eru Nikulás, kvæntur Sigrúnu Jóhannsdóttur, Þórir og
Ingibjörg, gift Sigurði Símoni Sigurðssyni. Árni var ókvæntur og barnlaus.
Það var árið 1942 þegar Árni er um 10 ára gamall að þau hjón, Guðrún
Halldóra og Guðmundur, fluttu frá Ámundakoti í Múlakot en þaðan var
Guðmundur ættaður.
Árin 1953-1954 reistu Múlakotshjónin nýtt hús á jörðinni. Guðrún
Halldóra hafði ræktað garðinn við gamla bæinn ásamt Árna Einarssyni
tengdaföður sínum og þeirri garðyrkju hélt hún áfram við nýja húsið. Við
hliðina var svo skógræktarlundurinn þar sem Árni Einarsson og Einar
Sæmundsen hófu trjárækt 1935. Halldóra ræktaði í Múlakoti fjölmargar
blómategundir inni og úti en einnig matjurtir, rifsber, jarðarber og hindber
enda mætti e.t.v. segja að hún hafi verið talsvert á undan sinni samtíð í þeim
efnum.
Árni lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Laugarvatni 1950.
Frá 1954 til 1968 vann hann yfir vertíðir hjá Hraðfrystihúsi Þorkötlustaða í
Grindavík. Á þeim árum aflaði hann sér menntunar og má í því sambandi
116