Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 120
Goðasteinn 2009
Eggert Thorarensen frá Móeiðarhvoli
Eggert Thorarensen fæddist á Móeiðarhvoli í
Rangárvallasýslu 26. maí 1921. Foreldrar hans voru
hjónin Óskar Þorsteinsson Thorarensen bóndi og
hreppstjóri á Móeiðarhvoli, síðar forstjóri Bifreiða-
stöðvar Reykjavíkur, f. 1884, d. 1953, og Ingunn
Eggertsdóttir Thorarensen húsfreyja frá Breiða-
bólstað í Fljótshlíð f. 1896, d. 1982.
Eggert var elstur barna þeirra hjóna en hin eru þessi í aldursröð: Guðrún
aðalgjaldkeri, Þorsteinn lögfræðingur, rithöfundur og bókaútgefandi f. 1927, d.
2006, kvæntur Sigurlaugu Bjarnaóttur, Oddur, sóknarprestur og síðar safn-
vörður, kvæntur Helgu Jóndsdóttur, Skúli, lögfræðingur og fulltrúi, kvæntur
Guðrúnu Ingimundardóttur, Solveig, menntaskólakennari, gift Sturlu Eiríks-
syni og Ásta Guðrún, deildarstjóri, gift. Jóhannesi Ástvaldssyni.
Bræður Óskars, þeir Haraldur og Skúli tóku við búskap á Móeiðarhvoli
af foreldrum sínum en Óskar og Ingunn héldu til Reykjavíkur árið 1928.
Óskar hafði árið 1921 verið einn af stofnendum Bifreiðastöðvar
Reykjavíkur, ásamt mönnum á borð við Egil Vilhjálmsson og fleiri. Fljótlega
eftir komuna til Reykjavíkur hóf Óskar svo störf hjá Bifreiðastöðinni sem
fljótlega var nefnd BSR. Tilgangur stöðvarinnar var að annast almennan akstur
ásamt áætlunarakstri til útvalinna staða, m.a. Hafnarfjarðar og austur í
Rangárvallasýslu. Óskar hafði haft forgöngu um stofnun stöðvarinnar og lá því
beinast við að hann tæki að sér framkvædastjórn hennar enda vel til þess
fallinn fyrir marga góða mannkosti og menntun. Fyrirtækið óx og dafnaði í
höndum Óskars og félaga, síðar Eggerts og hans félaga og nú Guðmundar
Barkar og samstarfsmanna hans. BSR hefur um margra ára skeið verið eitt
öflugasta, ef ekki öflugasta, þjónustufyrirtæki landsins á sínu sviði. Segja má
að saga BSR sé fjölskyldusaga Óskars, Eggerts og nú Guðmundar Barkar, svo
samtvinnuð er hún lífi þessara feðga þriggja kynslóða.
Að afloknu hefðbundnu barna- og unglinganámi lá leið Eggerts í
Menntaskólann í Reykjavfk. Vorið 1940 útskrifaðist hann þaðan með stúdents-
118