Goðasteinn - 01.09.2009, Page 125
Goðasteinn 2009
Elsa Vilmundardóttir frá Bollakoti
Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir fæddist í Vest-
manneyjum 27. nóvember 1932. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún Björnsdóttir saumakona frá
Fagurhóli í Austur-Fandeyjum og Vilmundur Guð-
mundsson sjómaður frá Hafranesi við Reyðarfjörð.
Hún var eina barn þeirra sem lifði en frumburð sinn,
Kristbjörn, misstu þau nýfæddan. Þau fluttust til
Siglufjarðar þegar Elsa var á 2. ári og þar drukknaði faðir hennar í sjóróðri
haustið 1934. Elsa fór þá í fóstur til móðurforeldra sinna, hjónanna Björns
Einarssonar og Kristínar Þórðardóttur á Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Eftir
lát þeirra fór Elsa 9 ára gömul til móðursystur sinnar, Þorbjargar Björnsdóttur
og manns hennar, Ragnars Jónssonar í Bollakoti í Fljótshlíð. Þar átti hún heima
til 13 ára aldurs en fluttist þá til móður sinnar í Reykjavík. Alla tíð leit hún á
Bollakotsheimilið sem sitt annað heimili.
Elsa tók landspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík og varð stúdent frá
MR 1953. Hún hélt til háskólanáms í jarðfræði í Heidelberg í Þýskalandi
haustið 1954 en stóð stutt við og sneri aftur heim. Hún nam jarðfræði við
Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð 1958-1963 og lauk fil.kand.-prófi. Var hún fyrst
íslenskra kvenna til að ljúka háskólaprófi í jarðfræði.
Elsa giftist 19. nóvember 1960 Pálma Lárussyni, byggingaverkfræðingi
úr Reykjavík, syni hjónanna Guðrúnar Elínar Erlendsdóttur húsfreyju frá
Mógilsá á Kjalarnesi og Lárusar Pálma Lárussonar verslunarmanns frá
Álftagróf í Mýrdal. Þau áttu lengst af heima í Kópavogi en fluttust að Kald-
rananesi í Mýrdal árið 2004. Börn þeirra eru Vilmundur, kvæntur Lilju Björk
Pálsdóttur, og Guðrún Lára, unnusti hennar er Oddur Valur Þórarinsson.
Barnabörn Elsu voru þrjú við lát hennar.
Elsa hóf störf strax árið 1963 hjá Raforkumálaskrifstofunni þar sem hún
hafði starfað sumrin 1961 og 1962 og unnið við undirbúningsrannsóknir vegna
Búrfellsvirkjunar. Hún fór svo í beinu framhaldi af því til Orkustofnunar og
vann þar allan sinn starfsaldur. Störf hennar þar voru einkum tengd virkjana-
rannsóknum á Þjórsár-Tungnársvæðinu, bæði borkjarnarannsóknum og
123