Goðasteinn - 01.09.2009, Page 126
Goðasteinn 2009
jarðfræðikortlagningu. Elsa dvaldi sumrin löng á fjöllum á þessu svæði árum
saman og safnaði gögnum sem síðan var unnið úr yfir vetrarmánuðina og ritaði
hún fjölda greina og skýrslna sem tengjast rannsóknum á því. Tungnárhraunin
voru henni sérstakt áhugamál og rannsóknarefni hennar í jarðfræðináminu á
sínum tíma.
Elsa var drjúg félagsmálakona og lagði mörgu góðu málefni lið. Hún
var lengi virk í Soroptimistaklúbbi Kópavogs og sem formaður hans 1977-
1979 átti hún ásamt klúbbsystrum og fleiri félagasamtökum frumkvæði að
byggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. Elsa var einnig virk í Náttúru-
verndarfélagi Suðvesturlands, var stofnfélagi Jarðfræðafélags íslands og for-
maður þess 1986-1990. Einnig var hún formaður starfsmannafélags Orku-
stofnunar 1983-1985. Hún var meðal stofnfélaga í Heilsuhringnum og sat lengi
í stjórn hans. Þá var hún í stjórn Oddafélagsins í 11 ár til 2002. Hún sat í stjórn
Rauðakrossdeildar Kópavogs 2000-2003 og Víkurdeild R.K.Í. frá 2004 til
dauðadags.
Elsa var brautryðjandi í ýmsum skilningi. Um leið og hún markaði
fyrstu spor kvenna í hópi íslenskra jarðvísindamanna ögraði hún viðtekinni
hlutverkaskipan kynjanna sem þá ríkti í þeirri grein sem mörgum öðrum.
Þannig átti Elsa þátt í að greiða kynsystrum sínum leið inn í vígi karlmannanna
og umskapa menningu fræðasamfélagsins í átt til þátttöku og mótunar af hálfu
beggja kynja.
Eftir að Elsa hafði lokið formlegu starfi sínu hjá Orkustofnun hélt hún
áfram sjálfstæðum jarðfræðirannsóknum til síðasta dags. Hún lést í Reykjavrk
23. apríl 2008, 75 ára að aldri. Útför hennar fór fram frá Áskirkju í Reykjavík
hinn 7. maí 2008. Hún hvílir í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdal.
Sr. Sigurður Jónsson, Ásprestakalli, Reykjavík
Esther Helga Haraldsdóttir, Hólum
Esther Helga Haraldsdóttir fæddist í Hólum 28. janúar 1940. Foreldrar
hennar voru hjónin þar, Guðrún Ófeigsdóttir frá Næfurholti og Haraldur
Runólfsson frá Mykjunesi í Holtum. Systkini hennar eru þau Ófeigur sem lést í
bernsku, Sverrir, Elín Björk, Klara Hallgerður, Sigríður Erla og Guðrún
Auður.
124