Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 129
Goðasteinn 2009
bjuggu þau á Kópavogsbraut la í Kópavogi. Þau reyndust hvort öðru styðjandi
og uppörvandi félagar, ferðuðust víða bæði innanlands og utan og gerðu sér
margan glaðan dag.
Guðbjörg lést á skírdag, hinn 20. mars 2008, 86 ára að aldri. Útför
hennar var gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík 28. mars, og síðar sama dag var
hún lögð til hinstu hvílu í Keldnakirkjugarði á Rangárvöllum.
Sr. Sigurður Jónsson, Ásprestakalli, Reykjavík
Guðfinna Ólafsdóttir frá Tungu í Fljótshlíð
Guðfinna Ólafsdóttir fæddist á Syðra-Velli í Flóa í
Árnessýslu 19. júlí 1922. Hún varð bráðkvödd á
heimili sínu að kveldi 28. ágúst s.l. Hún var dóttir
hjónanna Ólafs Sveins Sveinssonar bónda á Syðra-
Velli í Flóa, f. 1889, d. 1976, og Margrétar Steins-
dóttur húsfreyju, f. 1890, d. 1970. Þeim hjónum varð
16 barna auðið og var Guðfinna í miðið en hin eru
þessi í aldursröð: Sigursteinn, f. 1914, Guðrún, f.
1915, Sveinbjörn, f. 1916, Ólafur, f. 1917, d. 2005,
Ingvar, f. 1919, d. 2007, Gísli, f. 1920, d. 1920, Ólöf,
f. 1921, d. 2007, þá Guðfinna, Kristján, f. 1923, Soffía, f. 1924, Margrét, f.
1925, Sigurður, f. 1928, Gísli, f. 1929, d. 1991, Aðalheiður, f. 1930, Jón, f.
1931 og Ágúst Helgi, f. 1934.
Guðfinna naut hefðbundinnar barnaskólagöngu þess tíma en var að
öðru leyti sjálfmenntuð. Einnig fór hún árið 1942 á námskeið í Húsmæðra-
skólann á Hallormsstað. Hún var afar fróðleiksfús alla tíð og tileinkaði sér það
sem henni fannst bragur af. Hún lagði sig eftir að læra ljóð og sálma svo fátt
eitt sé nefnt enda komu menn ekki að tómum kofanum þegar til slíks fróðleiks
kom.
Ung að árum fór Guðfinna að heiman og var m.a. í Vestmannaeyjum
við verslunarstörf. Þar var þá á vertíð ungur og gjörvilegur maður ættaður frá
127