Goðasteinn - 01.09.2009, Page 130
Goðasteinn 2009
Tungu í Fljótshlíð. Sá heitir Oddgeir Guðjónsson, fyrrum bóndi í Tungu,
hreppstjóri, sáttamaður og þúsundþjalasmiður. Með þeim tókust kærleikar sem
leiddi þau upp að altarinu hér í Breiðabólstaðarkirkju 2. maí 1942. Þau stofn-
uðu heimili sitt í Tungu og voru þar bændur til ársins 1991 en þá brugðu þau
búi og fluttu út á Hvolsvöll hvar þau hafa búið síðan.
Friðardaginn 8. maí 1945 þegar langþráður friður brast á eftir 6 ára
heimstyrjöld fæddist þeim frumburðurinn, stúlkubarn sem fékk nafnið
Guðlaug. Hún er læknaritari á Hvolsvelli og er gift Sigurði Sigurðssyni húsa-
smíðameistara. Þeirra börn eru EKn Rósa f. 1967, alþjóðastjórnmálafræðingur,
búsett í Reykjavík og Sigurður Oddgeir f. 1972, vörustjórnunarfræðingur í
Reykjavík. Kona hans er Hallveig Sigurðardóttir og eiga þau einn son en fyrir
átti hún tvær dætur.
Hinn 9. janúar 1951 fæddist hjónunum í Tungu sveinbarn sem hlaut
nafnið Olafur Sveinn. Hann er dýralæknir, búsettur í Ayton í Skotlandi,
kvæntur Fionu McTavish hjúkrunarfræðingi. Synir þeirra eru Geir, f. 1988,
nemi í vélaverkfræði í Edinborg og Brynjar, f. 1989, nemi í efnaverkfræði í
Edinborg.
Árið 1957, þá 35 ára gömul, hóf Guðfinna nám við Ljósmæðraskóla
íslands og brautskráðist þaðan ári síðar. Þetta uppátæki verður að teljast að
hafi verið býsna djarft teflt, með mann og tvö börn heima. En Guðfinna horfði
lengra fram á veginn og jafnvel þótt svo hafi verið, efast ég stórlega um að hún
hefði fengið samþykki fyrir ráðslaginu, hefði einhver annar verið í bóli
Oddgeirs. Hann hvatti konu sína til allra dáða eins og þau hvöttu börn sín
áfram. Hann hafði Ingilaugu móður sína sér til halds og trausts.
Að námi loknu starfaði hún fyrst sem ljósmóðir hér í Fljótshlíð og síðar
bættist Holtahreppur við. Árið 1966 réðst hún til starfa á Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi og starfaði þar allt til ársins 1992 að hún lét af störfum fyrir
aldurssakir, eftir 35 ára farsælt ljósmóðurstarf. Mér er sagt að á ljósmóðurferli
sínum hafi hún tekið á móti rúmlega eitt þúsund börnum.
Ferðaþrá Guðfinnu hefur áreiðanlega verið mjög til hjálpar í öllum
hennar ferðum milli Tungu og Selfoss. Hún naut þess mjög að ferðast og gerði
það ævinlega þegar því varð við komið, bæði innanlands og utan. Hún fór í
margar heimsóknir til Ólafs sonar síns og fjölskyldu hans meðan hann var í
128