Goðasteinn - 01.09.2009, Page 131
Goðasteinn 2009
námi í Þýskalandi og síðar eftir að hann flutti til Skotlands. Hún naut þess
innilega að umgangast börn sín, barnabörnin og barnabarnabörnin og þess
vegna var hún knúin til margra ferða.
Fyrir nokki'um árum tók hún sig upp ásamt Guðlaugu dóttur sinni og
manni hennar til að heimsækja Elínu Rósu dóttur þeirra sem þá bjó og starfaði
í Mósambique. Einhver dáðist að því við hana hvað hún væri dugleg og áræðin
að ferðast um svo langa vegu.
Guðfinna var afar sérstök kona og ég vil segja langt á undan sinni
samtíð. Hún var kvenréttindakona nánast áður en það hugtak var fundið upp,
hvatti barnabörn sín til að ferðast og kynna sér heiminn af eigin raun. Og til að
gera þeim það auðvelt gekk hún fram fyrir skjöldu og borgaði allt úthald þeirra
sem skiptinema í útlöndum með þeim orðum að hún væri að fjárfesta í
Sr. Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað í Fljótshlíð
Guðrún Aðalbj arnardóttir, Hvolsvelli
Guðrún fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1928. Hún
lést að morgni 20. október s.l. á dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli eftir aðeins þriggja daga dvöl þar. For-
eldrar hennar voru hjónin Aðalbjörn Stefánsson, f.
1873, d. 1938, prentari ættaður úr Eyjafirði og Þor-
björg Grímsdóttir, f. 1889, d. 1993, húsmóðir ættuð úr
Reykjavík.
Þeim hjónum varð 8 barna auðið sem nú eru öll látin
en þau voru þessi í aldursröð: Aðalbjörn, Grímur, Stefán, Kristín, Katrín,
Guðjón, Guðrún sem við nú kveðjum og yngstur var Þorbjörn.
Systkinin ólust upp í skjóli velmegandi foreldra á hlýju æskuheimili á
sjálfu Skólavörðuholtinu en heimilið stóð við Skólavörðustíg 24a. Frá
æskustöðvunum hafa systkinin áreiðanlega átt fjölbreyttar minningar, ekki síst
vegna þess að Skólavörðuholtið var eiginlega miðja Reykjavíkur á þessum
árum. Aðalleiðir til og frá bænum lágu þar um, þar var Camp Skipton sem var
líklega einn fyrsti herkampurinn ef ekki sá fyrsti sem Bretar reistu í Reykjavík
129