Goðasteinn - 01.09.2009, Page 132
Goðasteinn 2009
og loks má svo nefna Hegningarhúsið lítið eitt neðar við götuna. Þannig má
geta sér þess til að margt misjafnt en þroskandi hafi borið fyrir augu þess unga
fólks sem ólst upp á þessum slóðum.
Þegar Guðrún hafði lokið skólaskyldunámi sínu fór hún út á atvinnu-
markaðinn og starfaði m.a. við þjónustustörf á Hressingarskálanum sem stóð
við Austurstræti í Reykjavík og var lengst af stærsta kaffihús borgarinnar.
Hinn 15. janúar árið 1955 gekk Guðrún í hjónaband með unnusta
sínum, Helga Einarssyni múrarameistara frá Sperðli í Vestur-Landeyjum.
Hann var fæddur 31. júlí 1926 sonur hjónanna Einars Einarssonar frá Krossi í
Austur- Landeyjum og Hólmfríðar Jónsdóttur frá Króktúni í Hvolhreppi. Helgi
lést 20. júní 1998. Guð blessi minningu hans.
Þau stofnuðu sitt fyrsta heimili í Reykjavík og bjuggu þar næstu 10
árin. Þar fæddust börnin þeirra þrjú sem lifðu en þau eru þessi í aldursröð:
Einar f. 1954, múrarameistari í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Þorgilsdóttur
hárgreiðslumeistara. Þau eiga tvo syni og eitt barnabarn. Næst er Aðalbjörg
Katrín, f. 18. mars 1959, húsmóðir í Danmörku, gift Gísla Antonssyni húsa-
smíðameistara. Þau eiga einn son. Hólmfríður Kristín, f. 25. jan. 1961,
húsmóðir og verkakona á Hvolsvelli. Maður hennar er Sigmar Jónsson flug-
umsjónarmaður á Bakkaflugvelli. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn.
Yngsta barn þeirra hjóna var andvana fæddur drengur.
Haustið 1965 fluttu hjónin með börnin sín þrjú hingað austur á
Hvolsvöll en þar hafa atvinnumál og fjölskyldutengsl þeim tengd sjálfsagt
ráðið mestu um. Guðrún og Helgi reistu sér hús að Stóragerði 12 hér á
Hvolsvelli hvar þau bjuggu sér hlýlegt heimili með fallegum garði, ólu börn
sín upp og bjuggu þar alla tíð síðan. Helgi starfaði hér um slóðir um áratuga
skeið við iðn sína ásamt frændum og syni en Guðrún gekk til hverra þeirra
verka sem gáfust, lengst þó ræstinga á vegum sveitarfélagsins. Hún var til að
mynda oftar en ekki síðust til að yfirgefa félagsheimilið Hvol eftir dansleiki og
annan mannfagnað.
Málefni líðandi stundar voru henni hugleikin. Hún var vakandi um
atvinnumál og stjórnmál og myndaði sér ákveðnar skoðanir um hvaðeina og lá
ekki á þeim.
Sr. Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað í Fljótshlíð
130