Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 135
Goðasteinn 2009
Gunnar Örn gerði reglulega upp lífskafla. Hann fór í meðferð sem var
honum gæfuefni. Svo tók hann annað hamingjuskref þegar hann tók saman við
Þórdísi Ingólfsdóttur og þau fluttu síðan í Kamb í Holtum. Þau Dísa eignuðust
dæturnar Maríu Björk 1980 og Snæbjörgu Guðmundu 1991. Gunnar Örn þjálf-
aði sig í föðurelskunni og færði út kvíar, teygði sig í átt til barnanna og stór-
fjölskyldunnar. Hann eignaðist góð tengdabörn sem hann tók vel og níu
mannvænleg barnabörn sem hann dáði og mat mikils.
Þegar æskuskeiðinu lauk og líka því sem hann kallaði stundum í gamni
Kviðristukobbaskeiðinu í myndlist hans skriðu ormar inn í málverkin. Flata-
tungufjalirnar eignuðust í honum öflugan nýtúlkanda. Ormurinn leynir á sér og
leitar í okkur öll. Gunnar Örn veik sér aldrei undan stóru málunum. Á fyrstu
Kambsárunum urðu til margar myndir sem túlka með einhverjum hætti mann
og umhverfi. Gunnar sá landið eins og Kjarval, með augum margsýninnar, sá
verur og lífhvata.
Síðan kom tímabil örveranna. Þá kom svarta tímabilið, gamlar hleðslur,
mold og tilraunir. Svo komu sálirnar. Þeirra var tímabil einföldunar og
könnunar lífsins innan frá. Litirnir dofnuðu, hvítan jókst og einfaldleikinn varð
strangagaður. Þegar Gunnar Örn var kominn á brún sálarklungra var hann líka
á brún málverksins og lengst gekk hann í hvítum myndum sem voru eins og
spádómur um dauða og annað líf.
Gunnar Örn endurnýjaðist stöðugt, persónulega og listrænt. í mynd-
listinni má greina sjö ára tímabil. Hraði nýunganna var jafnvel slíkur að
aðdáendur Gunnars voru rétt búnir að átta sig á og sætta sig við nýnæmið
þegar hann var komin í allt annað. Breytingarnar voru Gunnari ekki léttúðar-
mál og reyndu á hann.
Nokkur helstu listasöfn heimsins eignuðust myndir Gunnars Arnar.
Hann málaði mikið í þrjá áratugi en svo varð þurrð. Hann málaði ekkert í tvö
ár. Hann losaði sig við megnið af myndunum sínum, hreinsaði sálina og gerði
upp lífið. Úr þeirri för kom hann svo nýr og enn betri maður, hamingjusamur,
og nýtti vel tímann í faðmi fjölskyldunnar. Hann átti löng samtöl við fólkið sitt
um lífið, tilganginn, trúna, sáttina, litina og tengslin. Hann ræktaði kyrruna í
sálinni, hugleiddi og bað, hætti að láta tíma angra sig en naut hans og leyfði
öðrum að lifa stórar stundir af því hann var svo nálægur viðmælanda sínum
133