Goðasteinn - 01.09.2009, Page 136
Goðasteinn 2009
tilfinningalega. Eilífðin hafði sest að í sál hans. Og svo byrjaði hann að mála
aftur. Hann var kominn til sjálfs sín og sinna og síðustu myndirnar málaði
hann eins og upp úr sverðinum heima. Þetta eru myndir af hjartablóði moldar-
innar.
Þegar Gunnar Örn Gunnarsson, þessi yndislegi og þroskaði maður, var
kominn á spítala með verk fyrir brjóstinu, sagði hann gáskafullur: „Ég á eftir
að mála eina mynd!“ Já, hún var eftir, myndin af sálarferðinni og himninum.
Hann var tilbúinn og Kambur eilífðar er stór og góður. Lífið er æðislegt og
eilífðin er stórkostlegasta málverkið, lífið í öllu litríki sínu.
Gunnar Örn var jarðsunginn frá Neskirkju 11. apríl 2008 og jarðsettur í
Hagakirkjugarði í Holtum í Rangárvallaprófastsdæmi.
Sr. Sigurður Ámi Þórðarson
Ingibjörg Pálsdóttir frá Lambalæk
Ingibjörg Pálsdóttur fæddist á Kirkjulæk 14. október
árið 1915. Hún lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
þann 5. maí s.l. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson
frá Grjótá, f. 1889, d. 1919, og Ingibjörg Þórðardóttir
frá Lambalæk, f. 1886, d. 1972. Ingibjörg var yngst
þriggja systkina en bræður hennar voru: Jón, f. 1911,
d. 1951, og Hallgrímur, f. 1913, d. 1996, síðast bóndi
á Ásvelli. Uppeldissystir Ingibjargar er Kolbrún Valdimarsdóttir, fædd 1934,
búsett í Vík í Mýrdal. Hennar maður er Ólafur Þórðarson.
Ingibjörg hóf búskap ásamt Hallgrími bróður sínum í Deild í Fljótshlið
og bjó þar til ársins 1955 er hún hóf sambúð með Sigurði Ágústssyni frá
Háamúla í Fljótshlíð, fæddum 1916. Þau stofnuðu bú sitt að Borgarkoti á
Skeiðum og ráku þar bú með blönduðum búskap. Bæði voru þau Ingibjörg og
Sigurður dugandi bændur sem búnaðist þokkalega. Árið 1979 gekk Jón sonur
þeirra til liðs við foreldra sína og hófu þau félagsbúskap í Borgarkoti. Sigurður
lést árið 1989 og fljótlega eftir það seldu þau mæðgin Borgarkot og flutti
Ingibjörg þá að Kirkjuhvoli og dvaldi þar til dauðadags. Reyndar festu þau
134