Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 138
Goðasteinn 2009
/
Jón Olafsson á Kirkjulæk
Það var Jónsmessunótt, lífið í blóma, þetta dásamlega
líf. Þá lést Jón Ólafsson frá Kirkjulæk. Jón hafði það
stundum á orði að hann hlakkaði til áranna á elli-
heimilinu. Þá ætlaði hann ekki að gera neitt. í lífi
hans var sumartíð, enn átti að vera langt til haustsins í
lífi hans. En skjótt brá sól sumri. Hann er kvaddur
þegar þetta dásamlega líf er í blóma. Við minnumst
góðs drengs, minnumst hans fyrir einlægni og einurð í senn, fyrir léttleika og
alvöru á víxl, fyrir orðsnilld og verkfærni. Þar var hagleikur á alla grein.
Frá því sögur hófust hefur það skipt mannfólkið máli að taka þátt í
kjörum hvert annars, gleðjast í velgengni, standa saman í mótlæti. Við lifum
lífi okkar ásamt mörgu fólki og erum hvert öðru viðkomandi. Jón var
einstaklega meðvitaður um þetta. Annað fólk kom honum við. Hann var
hugsunarsamur, áhugasamur um samfélagið, fjölbreytt, glaðvært og gott líf
sem hver nýr dagur færði. Þannig naut hann sín í samfélagi fjölskyldu sinnar, í
þeirri heilu vináttu sem er og var auðsæ í hópnum. Jón Ólafsson var fæddur að
Kirkjulæk 16. dag septembermánaðar árið 1955. Hann lést á Jónsmessunótt,
24. júní.
Jón var sonur Maríu Jónsdóttur frá Hlíð á Vatnsnesi og Ólafs Steins-
sonar frá Kirkjulæk. í aldri var Jón í miðjum systkinahópnum, þrjú eldri,
Halldóra, Steinn Ingi og Sigurbjörg Ágústa, og þrjú yngri, Hjálmar, Kristín og
Álfheiður.
Fljótshlíðin var staður æsku- og uppvaxtarára, fjölskyldan var stór og
heimilið að sönnu mannmargt. Þar var eldri kynslóðin, afi og amma og afa-
bróðir. Það er ein skýringin á því að Jón átti djúpar rætur í sögu og menningu.
Hann hafði ungur leitast við að þekkja það sem áður var, námfús og næmur þar
sem eldri kynslóðin sagði sögur og flutti ljóð. Um afa hans, Jón Fárusson í
Hlíð á Vatnsnesi, orti frændi hans, Kristinn Bjarnason:
Hélt á Fróni fé á beit,
fann við tjóni bætur.
136