Goðasteinn - 01.09.2009, Page 140
Goðasteinn 2009
hvert fótmál. Við horfum við sömu fjöllum og fyrri tíðar fólk, okkur þykja
hlíðarnar fagrar sem þeim. Og við viljum halda í það sem gott er.
Blessuð sé minning Jóns Ólafssonar frá Kirkjulæk.
Sr. Hjálmar Jónsson
/
Jón Olafur Tómasson frá Uppsölum
Jón Ólafur fæddist á Uppsölum í Hvolhreppi 24. maí
1918. Hann lést á heimili sínu að Kirkjuhvoli 21.
mars s.l. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Tómas-
son bóndi frá Arnarhóli í Vestur-Landeyjum, f. 24.
ágúst 1879 og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, fædd á
Uppsölum 2. júní 1877. Hjónin létust bæði heima á
Uppsölum, Guðrún árið 1947 og Tómas í hárri elli
árið 1971. Þau eignuðust þrjá syni, þá Jón Ólaf sem við kveðjum hér í dag,
Guðmund Óskar sem fæddist 12. sept. 1920 og yngstur var Elías, f. 14. mars
1922 en hann lést 16. okt. 2002.
Tómas og Guðrún tóku við búsforráðum á Uppsölum af foreldrum
Guðrúnar árið 1916. Tvö systkina Guðrúnar, þau Steinunn, f. 1867, og
Magnús, f. 1873, voru alla tíð heimilisföst að Uppsölum ásamt Magnúsi
Magnússyni, f. 1883, vangefnum dreng sem hafði verið sendur þangað í fóstur
vegna foreldramissis. Allt þetta fólk auk móður sinnar sem lést á góðum aldri
önnuðust bræðurnir af hlýju og alúð eftir að það missti heilsuna.
Móðursystkini þeirra, Steinunn og Magnús létust 1953 og 1955 eftir
talsverða legu, Magnús uppeldisbróðir þeirra 1962 og Tómas faðir þeirra árið
1971 eftir að hafa verið meira og minna rúmfastur í á annan áratug.
Þrátt fyrir erfiða heimilishagi, sem einkum voru fólgnir í umönnun
gamla fólksins, var lífið á Uppsölum í föstum skorðum undir umsjá þeirra
bræðra, einkum Jóns Ólafs sem að mestu sá um heimilisverkin innanhúss og
gamla fólkið. Elías og Guðmundur Óskar voru meira úti við, Guðmundur í
búskapnum en Elías vann að mestu utan heimilis.
Bræðurnir Guðmundur og Elías fóru, eins og títt var um unga menn, á
vertíðir til Vestmannaeyja á árunum 1940 til 1945. Frá þeim tíma eignuðust
138