Goðasteinn - 01.09.2009, Page 142
Goðasteinn 2009
Jónas G. Sigurðsson, Brekkum
Jónas Geir Sigurðsson og var fæddur á Brekkum hinn
17. maí 1931. Foreldrar hans voru hjónin Marta
Jónsdóttir frá Mið-JJvoli í Mýrdal og Sigurður
Guðmundsson fæddur á Stóru-Vatnsleysu, bóndi á
Brekkum og þar ólst Jónas upp yngstur og eini
bróðirinn en eldri systur hans voru fjórar: Sigríður,
Margrét, Steinunn Auðbjörg og Sólveig. Einnig voru
tveir fósturbræður, þeir Sigurður Júlíus og Aðalsteinn
Sigurðsson. Öll eru þau nú látin.
Sem ungur maður vann Jónas á vélum við framræslu víða hér í sýslu en
tók æ meir þátt í búskapnum með foreldrum sínum og systkinum þar til hann
tók við búinu og stundaði hefðbundinn búskap.
Eftirlifandi eiginkona hans er Guðný Alberta JJammer frá ísafirði, f. 30.
október 1930 og gengu þau í hjónaband 1. janúar 1955. Þeim varð þriggja
barna auðið en þau eru í aldursröð: Sigríður Steinunn, Ragnheiður og Sigurður.
Alla átti tvær dætur fyrir, þær Kristjönu og Herdísi Rögnu sem Jónas reyndist
sem besti faðir frá fyrstu tíð.
Allt fjölskyldulíf þeirra Jónasar og Öllu og barna þeirra, einkenndist af
hjálpsemi og því kærleiksþeli sem þau báru hvert til annars í blíðu og stríðu.
Og mannmargt var á Brekkum því foreldrar Jónasar nutu elliáranna í kærleiks-
ríkri umsjón sonar síns og tengdadóttur, umvafin barnabörnunum og öðru
heimilisfólki.
Og til þeirra hjóna var gott að koma. Þau höfðu bæði mikið yndi af
gestakomum enda gestrisni mikil á heimilinu og jafnan glatt á hjalla þegar
gesti bar að garði. Þeir fundu fljótt að þau hjón voru óaðskiljanlegir félagar og
allt samlíf þeirra var fagurt. I stormum lífsins er hverjum og einum mikilvægt
að eiga griðarstað. Heimilið var sá staður sem Jónas mat mest og best og öllu
fólkinu sínu var hann tengdur sterkum böndum. Alla tíð stóð Alla sem klettur
við hlið hans.
Hugur Jónasar hneigðist að bústörfum og stundaði hann hefðbundinn
búskap og þeim hjónum búnaðist vel á Brekkum. Alúð og natni lýsti sér í
140