Goðasteinn - 01.09.2009, Page 144
Goðasteinn 2009
röðinni en þau voru Guðbjörg Helga, Ólafía, Björgvin, Guðjón, Kristjana,
Guðmundur, Ingólfur, Þórunn og Dagbjörg. Systkinahópurinn í Ásmúla var
öflugur og samhentur og hefur tekið sitt pláss í sveitinni og félagslífinu á
fyrstu áratuguni 20. aldarinnar.
Þá var margt í deiglunni og samfélagið tók breytingum og um það léku
nýir og ferskir vindar. Ungmennafélagsandinn fór um sveitir landsins og ungt
fólk hreifst með og vildi leggja góðum dygðum og fögrum hugsjónum lið með
þátttöku í margvíslegu félagsstarfi. Lilja tók þátt í félagstarfinu í sveitinni af
lífi og sál og var öflugur þátttakandi í starfi ungmennafélagsins og var alla tíð
allt til enda trú þeim hugsjónum sem hún gekk til liðs við á unga aldri.
Lilja var einn vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni og var það góður
tími og eftirminnilegur en starfið var heima í Ásmúla þar sem hún rækti
húsmóðurstörfin og umönnunarstörf af eðlislægri trúmennsku. Á sumrin komu
systkinabörn til sumardvalar í lengri og skemmri tíma og reyndist Lilja þeim
öllum vel og var góður vinur þeirra og alltaf úrræðagóð. Þess er minnst og það
allt þakkað af heilum hug.
Lilja flutti til Reykjavíkur árið 1979 og átti heimili að Goðheimum 7 og
var þar ásamt bræðrum sínum, Guðjóni og Guðmundi. Um leið og hún sinnti
heimilinu starfaði hún við heimilishjálp í nokkur ár. En fyrst og síðast hlúði
hún að fólkinu sínu, systkinum og fjölskyldum þeirra og fylgdist vel með
öllum og því hvernig fólkinu hennar vegnaði. Þetta var fjölskyldan hennar sem
var henni svo dýrmæt og það var gagnkvæmt. Lilja naut margs góðs í lífinu.
Hugurinn hvarflaði gjarnan heim í sveitina þar sem oft var kátt þegar krakkar
léku saman.
Það var til þess tekið að Lilja var kjörkuð og órög. Hún var orðin
fullorðin þegar hún tók bílpróf og var stolt af því og fór um sveitina á L - 1028
og eftir að hún var flutt í borgina þá ók hún um eins og herforingi. Þetta var
henni dýrmætt ekki síst vegna þess að það gaf henni tækifæri til að keyra
austur í sveitina sína kæru og í bústaðinn sem þær systur Lilja og Þórunn áttu
og var þeim unaðsreitur.
Seinustu árin reyndust henni um margt erfið. Elli kerling tók hana
föstum tökum en Lilja var allt til loka stolt kona og sjálfstæð. Síðustu misserin
142