Goðasteinn - 01.09.2009, Qupperneq 145
Goðasteinn 2009
dvaldi hún á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og lést þar 30. janúar 2008.
Útför hennar fór fram frá Kálfholtskirkju 8. febrúar 2009.
Sr. Kjartan Ö. Sigurbjörnsson
Lilja Ólafsdóttir, Stóru-Mörk III, Vestur-
Eyjafjöllum
Lilja Ólafsdóttir fæddist 21. apríl 1915 í Skálakoti
foreldrum sínum Ólafi Eiríkssyni, ættuðum frá
Suðurnesjum en hann ólst upp í Drangshlíð og Guð-
rúnu Nikólínu Snorradóttur frá Skálakoti. Lilja var
næstelst í hópi 7 systkina, sem eru látin en þau voru:
Bjarni Marinó, Kjartan, Áslaug Fanney, Ólína,
Sveinjón og Steinunn Laufey.
Lilja missti móður sína 18 ára og því varð það hennar hlutskipti að búa
sem húsmóðir við hlið föður síns og hlúa að yngri systkinum sínum og þeim
sem eldri voru á heimilinu og vinna síðan heimilinu út í frá við ýmis störf, s.s.
ráðskonustörf og einnig sótti hún vertíð til Vestmannaeyja.
1946 kom hún að Stóru-Mörk með syni sínum Alfreði Heiðari, f. 1938
og giftist Árna Sæmundssyni, sem gékk Alfreð í föðurstað. Árni var hrepp-
stjóri sveitarinnar og formaður Búnaðarfélagsins og heimilið mannmargt, 16 í
heimili þá, foreldrar hans og systkini ásamt vinnufólki.
/ /
Með Arna og Lilju stóðu systkini Arna, Einar og Katrín, að félagsbúi,
allt þar til Einar lést 1965. Árni og Lilja byggðu sér strax nýtt íbúðarhús sam-
byggt eldra húsi og þar varð Lilja húsmóðir stækkandi heimilis því börnin
þeirra fæddust hvert af öðru, 8 börn á næstu 11 árum: Sæmundur, f. 1946,
Ólafur, f. 1948, Guðjón, f. 1949, Einar Þór, f. 1950, Rúnar, f. 1952, Guðbjörg
María, f. 1954, Ásgeir, f. 1956 og Sigrún Erla, f. 1957.
Lilja var húsmóðir hins gamla tíma sem bjó að öllu sem til féll af búinu,
vaknaði fyrst allra og með vorkomunni með ljósinu, því þá varð ljósið henni
kraftur til gleði og starfa sem hún naut hvern dag. Hún bakaði til dagsins áður
en aðrir vöknuðu, undirbjó fyrir spíringu enda alltaf fyrst með nýjar kartöflur
143