Goðasteinn - 01.09.2009, Page 146
Goðasteinn 2009
og síðan garðinn þar sem hún var með allar nytjaplönturnar og grænmeti og sá
um hænsnin sem hún taldi arðbæra búgrein. Nýkomin að Stóru-Mörk fór hún
til mjalta kvölds og morgna sem dró úr á tíma barneignanna en eftir 1960,
þegar þau höfðu reist nýja fjósið, varð Lilja fjósameistari þess húss og stjórn-
aði heima, einkum á haustin því Árni fór hvert haust til sláturhússtarfa en hann
var sláturhússtjóri Sláturfélags Suðurlands í Djúpadal frá 1939 þar til slátrun
lauk þar 1984.
Börnin þeirra höfðu smátt og smátt flutt að heiman og stofnað sín
heimili, öll nema Ásgeir og Guðbjörg, en þau stofnuðu félagsbú á jörðinni með
mökum sínum, Rögnu Aðalbjörnsdóttur og Kiástjáni Mikkelsen, í ársbyrjun
1984 og um ári síðar kom Sigrún dóttir þeirra og hóf búskap í Stóru- Mörk I
með manni sínum, Sveinbirni Jónssyni. Árni andaðist 1986 og bjó þá Lilja á
heimili Guðbjargar og Kristjáns allt þar til að hún flutti 2002 á dvalarheimili
aldraðra á Kirkjuhvoli þar sem hún andaðist 28. apríl 2008. Útför hennar fór
fram frá Stóra-Dalskirkju 3. maí 2008.
Sr. Hallclór Gunnarsson Holti
Mangor Harry Mikkelsen, Stóru-Mörk III
Hann fæddist í Skagen í Danmörku 11. nóvember
1918 foreldrum sínum, Önnu Jósefinu Mikkelsen,
fæddri Jacobsen og Christian Emil Mikkelsen og var
yngstur þriggja systkina. Systur hans Astrið og
Emma eru látnar. Á heimilinu ólst upp austurísk
stúlka, Lucy, sem var uppeldissystir þeirra.
Mangor hóf 16 ára nám við mjólkuriðn, fyrst í
Andelsmajeriet Norden í Skagen og flutti
tímabundið, að hann hélt, og fjölskylda hans til íslands 1938 til starfa sem
mjólkurfræðingur við Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Árin hans að heiman
urðu árin hans 70 hér á Islandi þar sem hann undi sáttur við mjólkurbússtörfin,
fékk íslenskan ríkisborgararétt 1951 og sitt íslenska sveinsbréf 1959 og
144