Goðasteinn - 01.09.2009, Page 148
Goðasteinn 2009
Oddný Jónsdóttir frá Lunansholti
Oddný Jónsdóttir var fædd 1. júní 1925. Foreldrar
hennar voru hjónin í Lunansholti, Jón Eiríkur Odds-
son þar borinn og barnfæddur og Guðrún Sæmunds-
dóttir frá Lækjarbotnum. Hún var elst fimm systra en
hinar eru: Ingiríður, Sigríður, Guðrún og Þuríður.
Oddný ólst upp í Lunansholti í vari ástríkra foreldra
og í hópi sérlega samhentra systra. Ung að árum fékk
hún að kynnast sorgum lífsins. Hún var aðeins 10 ára gömul þegar hún veiktist
af mænuveikinni og um sama leyti veiktist Guðrún móðir hennar alvarlega og
andaðist árið 1936 en faðir hennar hélt áfram búskap með góðri aðstoð.
Um tvítugsaldurinn hélt hún til vinnu til Reykjavíkur. Hún var mikil
hagleikskona, allt lék í höndum hennar. Hannyrðir voru hennar aðaláhugamál
enda var hún mjög listfeng og ótrúlega afkastamikil allt fram á síðustu stundu.
Hún vann lengst ævi sinnar við saumaskap og var eftirsótt saumakona og
annáluð fyrir vandvikni. Hún starfaði á ýmsum saumastofum s.s. Stolzenwald
á Hellu, Kápusaumastofunni á Hverfisgötunni, hjá Margréti Gústafsdóítur og
með Guðrúnu Jónsdóttur frænku sinni frá Austvaðsholti. Lengst af starfaði hún
sjálfstætt og hélt heimili með systrum sínum og börnum þeirra þar sem góðvild
og hjartahlýja réðu ríkjum. Þær systur litu ævinlega á sig sem einn mann og
fjölskyldan var ein stór Ijölskylda systranna allra frá Lunansholti.
Oddný tók bílpróf 1955 og átti jafnan góða bíla, sérútbúna fyrir hana,
og breytti það allri hennar aðstöðu og auðveldaði henni lífið til muna. Árið
1984 flutti hún í Sjálfsbjargarhúsið í Hátúninu og undi þar vel hag sínum og
árið 2002 rættist síðan draumur hennar um að flytjast að Sóltúni og þar naut
hún afar góðs atlætis og umönnunar.
Ævi Oddnýjar markaðist töluvert af veikindum hennar en hún var ekki
af þeirri gerðinni af lúta í lægra haldi, heldur hélt sínu striki ótrauð og tókst á
við fötlun sína af ótrúlegu hugrekki og baráttuanda og gaf hvergi eftir og
skapaði sér það líf og rými sem hún þurfti og þar sem hún kom að sem mestu
liði og dugði best. Vorkunn vildi hún enga og mislíkaði reyndar, væri henni
146