Goðasteinn - 01.09.2009, Side 151
Goðasteinn 2009
umræðum. Óskar lést eftir sutta sjúkralegu 13. júlí 2008 og var útför hans ferð
frá Oddakirkju 26. júlí 2008.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Odda
/ /
Oskar Halldórsson frá Syðri-Ulfsstöðum
Óskar var fæddur á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum 20.
apríl árið 1928 en fluttist fjögurra ára að Syðri-
Úlfsstöðum og bjó þar allt til ársins 2003. Foreldrar
hans voru hjónin Halldór Jóhannsson bóndi, frá
Arnarhóli og Sigríður Guðbjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja frá Glæsistöðum í Vestur-Landeyjum.
Eftirlifandi systkini Óskars eru Sigríður og Albert en
Karl Hafsteinn sem var elstur í systkinahópnum er látinn.
Eiginkona Óskars var Auður Kristín Sigurðardóttir, fædd 6. janúar árið
1935 í Kúfhól í Austur-Landeyjum, dáin 20. nóvember árið 2003. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigurður Þorsteinsson bóndi í Kúfhól, ættaður frá
landnámsbænum Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og Guðríður Ólafsdóttir
húsfreyja í Kúfhól, ættuð frá Kirkjulandi í Austur-Landeyjum. Árið 1957 hófu
Óskar og Auður búskap á Syðri-Úlfsstöðum í félagsbúi við foreldra Óskars.
Óskar og Auður gengu í hjónaband árið 1964.
Þau hjón eignuðust þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku en elsti sonur
þeirra fæddur 18. desember árið 1954 lést skömmu eftir fæðingu. Einkadóttir
þein-a er Kristín Hulda, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík, fædd 11. mars
árið 1957. Kristín Hulda giftist í júní árið 1985 Vilhjálmi Vilhjálmssyni
húsasmíðameistara í Reykjavík en þau skildu. Börn Kristínar og Vilhjálms eru:
Auður Ósk innheimtufulltrúi, fædd 21. maí árið 1983 en eiginmaður hennar er
Sigurjón Jónsson húsasmíðameistari, og Halldór nemi, fæddur 26. júlí árið
1986. 18. júlí árið 1964 eignuðust Óskar og Auður soninn Jóhannes Arnar en
hann veiktist af hvítblæði og lést 6. október árið 1973 einungis 9 ára að aldri.
Á Úlfsstöðum ráku þau hjónin myndarlegt bú, héldu kindur, kýr og
hesta en voru lengstum með hrossabúskap sem þau lögðu aðaláherslu á hin
síðari ár.
149