Goðasteinn - 01.09.2009, Page 154
Goðasteinn 2009
Páll Helgason, Rauðalæk
Páll var fæddur þann 24. ágúst 1935, sonur hjónanna í
Kaldárholti, Helga Jónssonar ættuðum frá Holtsmúla
og Þorbjargar Pálsdóttur frá Reykjavík, og elstur 5
systkina en hin eru þau Jón, Kristinn, Gísli og Dagný.
Páll hélt til Reykjavíkur eftir tvítugsaldurinn og
hóf nám í Iðnskólanum í Reykjavík og lærði
bifreiðasmíði. Á þessum árum lágu leiðir þeirra
saman, hans og eiginkonu hans, Jófríðar
Ragnarsdóttur sem ævinlega er nefnd Fríða, og gengu þau í hjónaband þann
16. feb. 1965. Þau hófu búskap sinn í Kópavogi en fluttu árið 1966 í
vesturbæinn á Brekkum eða þar til þau fluttu inn í húsið sem þau byggðu að
Lækjarbraut 3 á Rauðalæk. Fríða og Páll slitu síðar samvistir. Börnin þeirra
urðu 5 að tölu en þau eru: Þorbjörn, Jóhanna Osk, Anna Lára, Ragnheiður og
Árni.
Á þessum árum þegar börnin voru að fæðast og húsið í byggingu var
nótt lögð við dag til að framfleyta stórri fjölskyldu. Þegar vinnu lauk á
bílaverkstæðinu á daginn tók aukavinnan við og flest kvöld og helgar vann
hann í bílskúrnum við viðgerðir og viðhald af ýmsu tagi. Hugur hans hneigðist
snemma að bifreiðum og öllu er þeim viðvék. Hann þekkti flestar mótorgerðir
og var vel inni í öllu er að bílaviðgerðum vék. Sérhvert vandamál sem mætti
honum í verki varð að engu í huga og höndum Páls og hann hafði sem orðtæki
að tilraunir ættu alltaf rétt á sér. Hann vann nánast alla sína starfsævi á
bílaverkstæðinu á Rauðalæk og hafði lifandi áhuga á öllum nýtum framförum
á sviði bifvélavirkjunar og lagði áherslu á að mennta sig til þeirra starfa og
fylgjast vel með öllum nýjungum og bætti síðar á ævinni m.a. við sig
réttindum í bifvélavirkjun.
Fjöskyldan var Páli allt, þótt færri stundir hafi gefist fyrr á árum til að
sinna henni en þeim mun meir naut hann barnabarnanna. Með bros á vör og
blik í augum sinnti hann þeim eins og hann hafði tækifæri til. Og stelpukríli
eða drenghnokki kveikti líf og ljós í svip og fasi afa og síðar langafa. Þreyta og
þjáning varð að víkja fyrir gleðinni sem afa- og langafabörnin tendruðu í huga
152