Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 157
Goðasteinn 2009
sveitabýli og stunduðu blandaðan búskap svo sem tíðkaðist hér um slóðir og
gerir enn.
Ragnhildur og Jóndi eignuðust 9 börn en fyrir átti hann soninn Gunnar
Raf, 1948. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg, f. 1950, gift Jóni Þorvaldssyni. Börn
þeirra eru Ástríður, Jón Ragnar, Kristín Þóra og Þorvaldur. Dóttir Ástríðar er
Brynhildur Kristjánsdóttir. 2) Þórhildur, f. 1952. Sonur hennar er Jón Atli
Hermannsson. 3) Óskírð dóttir, f. 1954, lést vikugömul. 4) Kristjana, f. 1955,
sambýlismaður Guðjón E. Ólafsson. Dóttir hennar er Ragnhildur Sophusdóttir.
5) Sveinbjörn, f. 1957, sambýliskona Jaana Rotinen. Börn hans eru Ragnhildur
og Ólafur Árni. 6) Kristinn, f. 1960, kvæntur Guðbjörgu Júlídóttur kennara.
Börn þeirra eru Ágústa Hjördís, Jón, Ari Þór, Ásdís Rut og Hjalti. Sonur
Hjördísar er Kristinn Kári. 7) Katrín, f. 1961, gift Helmut Grimm. Sonur þeirra
er Hannes. Sonur Katrínar er Kristinn Sigurbjörnsson. 8) Þorsteinn, f. 1965,
kvæntur Ástu Brynjólfsdóttur. Börn þeirra eru Brynjólfur, Högni Þór og
Þórhildur. Fyrir átti Þorsteinn soninn Ægi. 9) Sigrún, f. 1970. Sambýlismaður
hennar er Jón Valur Baldursson. Synir þeirra eru Matthías og Elías Páll.
Það kom sér vel fyrir hérað og heimili að Ragnhildur var dugleg og
skipulögð kona sem sinnti fjölþættum verkefnum sínum eins og best varð á
kosið. Þau Jóndi voru samhent í störfum sínum, þau voru bæði gædd alhliða
hæfileikum en síðast en ekki síst unnu þau sveit sinni af heilum hug. Móður
sína hafði hún hjá sér og annaðist hana af ást og umhyggju a.m.k. síðustu 20
æviár frú Þórhildar.
Ragnhildur var mild og umhyggjusöm móðir, hún var trúuð kona sem
leiddi börn sín til sérhvers helgihalds í kirkjunni sinni og kenndi þeim að fara
með bænir og trúa á þann Guð sem vakir yfir okkur öllum.
Sr. Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað í Fljótshlíð
155
L