Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 158
Goðasteinn 2009
Sighvatur Borgar Hafsteinsson,
Norður-Nýjabæ
Sighvatur Borgar Hafsteinsson fæddist í Miðkoti í
Þykkvabæ 8. júlí 1953. Foreldar hans voru Hafsteinn
Sigurðsson f. 6. september 1931, látinn 1987, og
Sigurjóna Sigurjónsdóttir, f. 28. ágúst 1930, látin
2008. Sighvatur ólst upp í stórum hópi systkina í
Smáratúni í Þykkvabæ. Það var ætíð líflegt í
Smáratúninu og æskan var lituð sólskini, leikum og
framkvæmdasemin var mikil. Sterk tengsl voru á milli systkinanna og hafa
systkinin ætíð haldið góðu sambandi, jafnt við vinnu sem vináttu gegnum
tíðina.
Sighvatur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Unu Aðalbjörgu Sölva-
dóttur frá Egilstöðum hinn 26. desember 1981. Foreldrar Unu eru Sölvi
Víkingur Aðalbjarnarson og Sigurborg Sigurbjörnsdóttir. Una og Sighvatur
bjuggu lengst af sinn búskap í Þykkvabænum og síðustu ár í Norður-Nýjabæ.
Börn þeirra eru: Sindri Snær, f. 1974, Sölvi Borgar, f. 1981, hann á eina dóttur
Valdísi Kötlu, fædda 2005, Sigurborg Sif, f. 1986, sambýlismaður hennar er
Jósep Hallur Haraldsson, f. 1987 og Sigurjón Fjalar, f. 1993.
Sighvatur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Islands 1973 og
gengdi ýmsum störfum til lands og sjávar. Árið 1981 hóf hann kartöflurækt í
Þykkvabænum og gerði það af mikilli nákvæmni og vandvirkni. Hann var
ósérhlífinn og sló aldrei slöku við vinnu sína. Hann las sér mikið til um
kartöfluræktun og var frumkvöðull að mörgu leyti enda hugmyndaríkur. Hann
var einn af stofnendum Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar og sat í stjórn
hennar, var um tíma framkvæmdastjóri í Þykkvabæjarkartöflum, sem og að
sinna þar stjórnarformennsku. Önnur fyrirtæki sem hann stofnaði og átti voru
Kartöflusala Þykkvabæjar, Beint í pottinn og Garðávextir. Ýmsum trúnaðar-
störfðum sinnti hann á vegum Djúpárhrepps og sömuleiðis tengdum atvinnu
sinni, sat í fulltrúaráði Landssambands kartöflubænda og var formaður þess
um 10 ára skeið. í stjórn Sambands garðyrkubænda sat hann frá 2001 þar til
hann lét af störfum vegna veikinda sinna. Sighvatur var bæði mann- og
156