Goðasteinn - 01.09.2009, Side 160
Goðasteinn 2009
Um tvítugsaldurinn fóru þær systur að vinna frá heimilinu, héldu til
Reykjavíkur og starfaði Sigríður mestan hluta ævi sinnar við saumaskap enda
mikil hagleikskona og listfeng, allt lék í höndum hennar, - fatasaumur og
hannyrðir. Hún vann lengst ævi sinnar á saumastofum m.a. Sólidó, Elgnum,
Sólinni og Alafossi en einnig um tíma hjá húsgagnasmiðjunni Kristjáni
Siggeirssyni.
Þær systur hún, Oddný og Guðrún, héldu alltaf saman heimili og um
leið og fjárráð leyfðu keyptu þær sér saman húsnæði og þar bjuggu þær sér og
börnum sínum, þeim Jónu og Jóni syni Guðrúnar, heimili þar sem góðvild og
hjartahlýja réðu ríkjum.
Ekki er að efa að lífsviðhorf Sigríðar hefur markast af móðurmissi rétt
tæpra 9 ára stúlku. Sú lífsreynsla hefur vafalítið markað spor í hjartalag hennar
en hún hefur einnig kennt henni að greina kjarnann og það sem gefur lífinu
gildi. Sigríður umvafði og hún veitti yl og birtu. Samskiptin við dóttur sína og
dótturdóttur og síðar langömmudrenginn litla og alla ástvini, gæfa þeirra og
gleði, var helsta yndi hennar og áhugamál. Hún elskaði fólkið sitt allt. Og það
er huggun fyrir ástvini hennar að minnast alls þess sem hún miðlaði þeim og
veitti; - öryggisins þegar þau voru lítil, tímans sem hún hafði alltaf fyrir þau til
að spjalla. Hún miðlaði því að kunna að meta það sem er fagurt, gott og hollt.
Hún var fulltrúi þeirra gilda sem skipta svo endanlega miklu máli í sam-
skiptum milli fólks, - að bera virðingu fyrir öðru fólki, sýna hlýleika og vináttu
í allri framkomu, að vera raungóð og reynast vel á öllum stundum. Þessi gildi
kristölluðust í allri framgöngu hennar í lífinu og sem hún vildi að yrðu
veganesti dóttur sinnar og síðar dótturdóttur.
Hún hafði ákaflega gaman af að ferðast og naut þess að vera erlendis og
kynnast framandi þjóðum og menningarsiðum og eiga þær systur sem jafnan
ferðuðust saman margar góðar minningar úr eftirminnilegum ferðalögum. En
hún var í hjarta sínu barn náttúrunnar og yndi hafði hún af landinu okkar fagra
og ferðalögum innanlands. Ekki hvað síst laðaði Landsveitin og seiddi því
æskuhögunum unni Sigríður. Lunansholt var miðpunkturinn í lífi mæðgnanna
og systranna og stórfjölskyldunnar. Þangað var haldið um leið og tími og færi
gafst og þar reistu þær systur sér fallegan sumarbústað.
158