Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 161
Goðasteinn 2009
Fyrr á þessu ári greindist Sigríður með þann sjúkdóm sem fáum eirir og
eflaust vissi hún sjálf að við ofurefli var að etja en jákvæð og hugrökk tókst
hún á við hann af æðruleysi og yfirvegun. Hún andaðist fimmtudaginn 26. júní
sl. Útför hennar fór fram frá Grafarvogskirkju og var hún jarðsett í Skarðs-
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
/
Sigurður Asgeirsson frá Framnesi
Sigurður Ásgeirsson fæddist að Ytri-Sólheimum í
Mýrdal 19. desember 1930. Hann var sonur hjónanna
Kristínar A. Tómasdóttur frá Skammadal í Mýrdal og
Ásgeirs Pálssonar frá Brekkubæ í Nesjum Austur-
Skaftafellssýslu. Systkini Sigurðar eru í aldursröð:
Ása Pálína, Stefán, Margrét, Guðgeir og Unnur, þau
er öll látin. Eftirlifandi systkini eru Siggeir og
kvæntist Sigurður Lilju Sigurðardóttur, þau slitu
samvistum eftir 16 ára hjónaband.
Er Sigurður var á sjótta aldursári Eutti fjölskylda hans í Framnes sem
þau höfðu byggt. Þar ólst Sigurður upp og stundaði almenn sveitastörf en reri
einnig til fiskjar á bátnum Lukkusæl og sótti vertíðir í Vestmannaeyjum.
Sigurður sinnti einnig farandvinnu m.a. við skurðgröft, heybindingu og
vélaviðgerðir. Hann var þúsundþjalasmiður en einstaklega hagur á tré og lærði
tréskurð einn vetur á Hvítárbakka í Borgarfirði. Eftir hann liggja mörg
handverk m.a. í Skógum á skipinu Pétursey. Á sjöunda áratugnum varð
Gunnarsholt hans aðalvinnustaður, var hann þar lengst af ráðsmaður ásamt því
að vinna við viðgerðir og smíðar á vélabúnaði staðarins.
Sigurður var náttúrubarn af Guðs náð, strax á unga aldri athugull á allt
líf utandyra, var glöggur á fugla, útlit þeirra, hljóð og heimkynni. Hann var
næmur á allt umhverfi sitt, einkum til fjalla, sá vel, heyrði og greindi allt sem
fram fór. Frá tvítugsaldri hóf hann ásamt Stefáni bróður sínum refaveiðar.
Fyrst sinntu þeir veiðunum á sínum heimslóðum en brátt stækkaði veiðisvæði
þeirra allt að austanverðum Rangárvöllum og um Hekluhraun. Sigurður kunni
kirkjugarði 3. júlí 2008.
Ingibjörg. Árið 1956
159