Goðasteinn - 01.09.2009, Page 164
Goðasteinn 2009
Sigurður Marinó Magnússon frá Leirubakka
Sigurður Marinó Magnússon fæddist að Leirubakka í
Landsveit þann 22. maí 1922, sonur hjónanna þar,
Einarlínu Guðrúnar Einarsdóttur frá Holti í Álftaveri
og Magnúsar Sigurðssonar frá Skarfanesi. Börn þeirra
hjóna voru 7 að tölu, þau; Anna Sigríður, Einar Albert,
Ármann, Sigurður, Gunnar, Hulda og Einarlína
Hrefna.
Einarlína móðir þeima lést af barnsförum árið 1926 og
var þá yngsta barnið látið í fóstur til hjóna í Reykjavík
Magnús faðir þeirra kvæntist á ný Jóhönnu Jónsdóttur
frá Minni-Völlum á Landi og gekk hún börnum hans í móðurstað. Þau
eignuðust 3 börn, þau Svavar, Jónu Guðrúnu og Jón Hermann.
Frá barnæsku vandist Sigurður eins og flest önnur börn við öll venju-
bundin og nauðsynleg störf sveitaheimilisins og naut hefðbundinnar barna-
fræðslu í uppvextinum.
Um tvítugsaldurinn hleypti Sigurður heimdraganum og hélt til Reykja-
víkur og hóf að starfa sem leigubílsstjóri og varð það hans lífsstarf. Hann
eignaðist með tímanum sinn eigin leigubíl og starfaði hjá Hreyfli alla tíð eða
þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Fyrrverandi eiginkona Sigurðar er Guðrún Hannesdóttir frá Austvaðs-
holti og eignuðust þau 3 syni, þeir eru: Ingibergur, Magnús Gunnar og Hannes.
Guðrún og Sigurður slitu samvistir.
Líf Sigurðar var meitlað hugmyndafræði hinna gömlu og traustu gilda:
- vinnusemi og áreiðanleika. Að vera öðrum óháður og æðruleysi gagnvart því
sem við fáum ekki við ráðið, - það voru viðmiðin í lífi hans. Hann var
dagfarsprúður maður og gerði ekki miklar kröfur fyrir sína hönd en til sjálfs
sín gerði hann þær kröfur að standa skil á því sem honum bar og vann sín verk
í kyrrþey.
Veiðivatnaferðir voru dálæti Sigurðar og fátt vissi hann skemmtilegra
en að renna fyrir fisk og vera í félagsskap hollra vina í þeim ferðum. Hann var
162