Goðasteinn - 01.09.2009, Side 165
Goðasteinn 2009
minnugur og fróður, las mikið og átti talsvert bókasafn og hafði gaman af öllu
er laut að byggðasögu og þjóðlegum fróðleik.
Kynfylgja, uppeldi og áhrif umhverfis er það sem mótar lífshlaup okkar
allra. Með vissum hætti erum við líka börn ákveðins tíma. Sigurður, líkt og það
unga fólk sem kom til Reykjavíkur á stríðsárunum, sá smábæ breytast í litla
borg og tók þátt í breytingunni og átti sitt lífsviðurværi undir þenslu borgar-
innar og tilkomu nýrra þjónusturgeira. En hann var í hjarta sínu og hugsun
landsbyggðarmaður og hvergi leið honum betur en þegar hann kom hingað
austur í sveitina sína eða til Veiðivatna. Enda þótt sporin lægju ekki lengur
hingað þá dvaldi hugur hans hér og við þann tíma sem hann lifði í barnsæsku.
Sigurður var heilsuhraustur lengstum og vann alla ævi eins og kraftar
leyfðu. Síðastliðin ár bjó hann að Ási í Hveragerði og naut þar góðrar
aðhlynningar og ummönnunar. Hann fékk hægt andlát þann 24. maí, tveimur
dögum eftir 86 ára afmælisdag sinn og var jarðsunginn frá Skarðskirkju 29.
maí 2008.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Smáratúni
Sigurjóna Sigurjónsdóttir fæddist á Hóli í Stöðvarfirði
28. ágúst 1930. Hún var dóttir Sigurjóns Geirssonar
og Ingunnar Sigríðar Sigurfinnsdóttur. Sigurjónu var
ungri komið fyrir í fóstri hjá Sighvati Halldórssyni og
Stefaníu Kristborgu Jónsdóttur. Systkini Sigurjónu
sammæðra eru: Nína Jenný, f. 1932, Björn, f. 1937 og
Guðný Elísabet, f. 1946, öll Kristjánsbörn. Bróður
samfeðra átti hún einnig, Sigurjón Geirsson Sigurjónsson, f. 1930, hann er
látinn. Uppeldisbræður hennar eru: Oddur Guðjónsson, f. 1936, og Steindór
Sighvatsson, f. 1939, hann er látinn.
Sigurjóna hleypti ung heimdraganum og 16 ára réðst hún í vist í
Reykjavík. Þar á eftir lá leið hennar í Héraðsskólann á Laugarvatni. Að námi
loknu vann hún við símstöðina á Selfossi og kynntist þar Hafsteini Sigurðssyni
163