Goðasteinn - 01.09.2009, Side 166
Goðasteinn 2009
frá Miðkoti í Þykkvabæ, fæddum 6. september 1931. Þau fluttu á heimili
foreldra hans, Miðkot í Þykkvabæ, og hófu þar sinn búskap og 31. desember
1952 gengu þau í hjónaband. Síðar byggðu þau sér bæinn Smáratún úr landi
Miðkots og stofnuðu sitt heimili. Börn þeirra eru: Heimir, kvæntur Særúnu
Sæmundsdóttur, Friðsemd, gift Jóni Thorarensen, Sighvatur Borgar, hann er
látinn, ekkja hans er Una Aðalbjörg Sölvadóttir, Kristborg, gift Nóa
Sigurðssyni, Sigrún Linda, sambýlismaður hennar er Steinar Sigurgeirsson og
yngst er Bryndís Ásta.
Sigurjóna var dugleg kona og afar vinnusöm sömuleiðis skipulögð og
vann verk sín af mikilli nákvæmni og vandvirkni. Var hún einnig mikil
matargerðarkona. Menning og listir voru henni hugleikin, hún hafði næmt
auga; teiknaði og málaði vel. Hún var ljóðelsk og hagmælt, eftir hana liggja
ófá verk. Inn í þennan menningarheim fléttast hversu fróðleiksfús hún var
enda viðaði hún að sér margs konar upplýsingum og fræðum. Næmi hennar á
fegurð var ekki eingöngu á sviði hins andlega því hún hafði gott auga fyrir
tísku og glæsileika. Hún fylgdist með tískustraumum enda ummunað að líta
vel út. Hún saumaði mikið og hannaði jafnvel ffá grunni flíkur á börnin og allt
heimilisfólkið fram eftir aldri þeirra, nostraði hún við saumaskapinn af næmi
og fagleika.
Sigurjóna varð ekkja í nóvember 1987, var það mikill harmur og litaði
eðlilega ævispor hennar sem á eftir voru gengin. Eftir lát Hafsteins fluttu til
hennar Heimir sonur þeirra og Særún tengdadóttir og hélt hún heimili með
þeim. I kringum aldmótin 2000 flutti Sigurjóna í Kópavoginn og bjó þar fram
til ársins 2005 er hún flutti á Hellu. Hin síðari ár eignaðist Sigurjóna góðan
samfylgdarmann og vin, Pálma Viðar Samúelsson.
Sigurjóna unni fjölskyldu sinni af hjarta enda mikil fjölskyldukona og
frændrækin. Gengin er atorkusöm, lífslgöð og vönduð kona. Sigurjóna lést á
heimili sínu hinn 15. rnars 2008, útför hennar var gerð frá Þykkvabæjarkirkju
28. mars 2008.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Odda
164