Goðasteinn - 01.09.2009, Page 168
Goðasteinn 2009
Sigurþór var um margt forn í sér, listamaður og smiður gamla tímans,
sjálfmenntaður í mörgum námsgreinum, s.s. í enskri tungu og víðlesinn og svo
hagur við járnsmíðar og viðgerðir að undur þótti enda komu sveitungar til hans
með hluti frá vekjarklukkum til stórra véla til viðgerða. Ekki gleymist
smíðagripur hans, steðjinn á handverkssýningu í Reykjavík eða rennibekkurinn
sem þótti undrasmíð, nánast eins og uppfinning í einfaldleika sínum eða kolan,
hurðahúnarnir og sykurtangirnar. Hvað þá stimpillinn sem hann smíðaði í
bílinn sinn af gerðinni Chervolet úr flugvélastáli sem rekið hafði á fjöru og
hann fékk síðan renndan á renniverkstæði í Reykjavík. Rennismiðirnir gátu
ekki gert sér í hugarlund hvernig Sigurþór hafði unnið stimpilinn á sveitabæ
með engri aðstöðu eða réttum tækjum.
Sigurþór var einnig á sinn hátt unnandi tónlistar og lærði á orgel og
harmonikku sem hann lék á af innlifun og leikni. Það var eins og hann tengdist
laginu sem hann spilaði á góðri stundu í andliti, líkama og sál. Hann var hlýr
og umhyggjusamur gagnvart systkinum sínum og uppeldissystur sinni sem
hann verndaði í æsku og gagnvart ættingjum og tengdafólki og börnunum en
gagnvart ókunnugum fór hann hins vegar eins og inn í skel.
Hann andaðist á Kirkjuhvoli 27. apríl 2008 og fór útför hans fram frá
Ásólfsskálakirkju 9. maí 2008.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti
Steinn Hermann Sigurðsson frá Holti,
Hann fæddist 9. september foreldrum sínum í
Reykjavík, sr. Sigurði Einarssyni og seinni konu hans
Pálínu Jóhönnu eða Hönnu Karlsdóttur og var
einkabarn þeirra. Stuttu eftir fæðingu Steins fluttu
hjónin að Holti undir Eyjafjöllum og bjuggu þar til
1967 eða æviloka sr. Sigurðar. Eldri hálfsystkini
Steins, samfeðra eru: Áslaug Kristín, ein eftirlifandi,
en látin eru: Hjördís Braga, Gunnvör Braga og Sigurður Örn.
166