Goðasteinn - 01.09.2009, Page 169
Goðasteinn 2009
Steinn ólst upp sem einkabarn foreldra sinna í Holti, gekk í barna-
skólann að Seljalandi og síðan í Skógaskóla og þaðan fór hann í iðnnám á
Selfossi og lærði bifreiðasmíði. Hann vann síðan hjá Kaupfélagi Árnesinga,
stundaði sjómennsku og síðan leigubílaakstur og rútuakstur fyrir Guðmund
Jónasson. 1976 keypti hann með öðrum Sérleyfisbíla Selfoss þar sem hann átti
heimili og var framkvæmdastjóri félagsins um 20 ára skeið. Eftir það fluttist
hann til Reykjavíkur og stundaði leigubílaakstur þar.
Fyrri kona Steins var María Guðbjörnsdóttir. Þeirra börn eru Sigurður
Einar, f. 1965, og Hanna, f. 1973. Þau misstu fyrsta barnið sitt, andvana fædda
dóttur.
Seinni kona Steins var Guðný Vilborg Gunnarsdóttir. Hennar sonur er
Einar Gunnar.
1969 eignaðist Steinn Þráin með Rakel Evu heitinni Árnadóttur.
Steinn virtist stundum eins og hlédrægur og dulur en í vinahópi hrókur
fagnaðar og ef nauðsyn bar til var hann fastur fyrir, rökfastur og orðsnjall.
Hann tók þátt í því félagsstarfi sem vinnunni fylgdi og var oft sá sem leiddi
mál til lykta. Hann var ósérhlífinn og svo vinnusamur að honum gat liðið illa
gagnvart því ógerða sem beið. Hann var barn jólanna, tilfinninganæmur og
meyr. Þá komu yfir hann minningar frá bernskuheimilinu og heimilinu í
Hvammi og fleiri heimilum undir Eyjafjöllum og öllu því dýrmæta gagnvart
foreldrum sínum og vinurn og gagnvart börnunum sínum, barnabörnum og
fjölskyldum.
Barátta Steins í mörg ár var við nær óskiljanlega hatrömm veikindi,
sem engu hlífðu. Steinn Hermann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
31. júlí 2008 og fór útför hans fram í Kópavogskirkju.
Sr. Halldór Gunnarsson, Holti
167