Goðasteinn - 01.09.2009, Page 171
Goðasteinn 2009
móðir Teits er Ragna Briem og er sonur þeirra Sverrir fæddur þann 15. ágúst
1981.
Einnkunnarorð Teits var hin vísa latínusetning; Bene qui latuio, bene
vixit, eða að sá hefur lifað vel sem lítið hefur látið á sér bera. Þannig var
Teitur. Ekkert var honum fjær skapi en að baða sig í ljósi athyglinnar eða
hlaupa eftir tískusveiflum. Það sem honum þótti eftirsóknarvert var alúð í
starfi, nákvæmni, skilvirkni, lestur góðra bóka og dagblaða, holl hreyfing,
ástundun menningarlegra atburða og umhyggja fyrir sínu fólki, fyrir Vigdísi og
fyrir einkasyni sínum, Sverri, og fjölskyldu hans. Honum veitti hann alla þá
föðurást sem hann átti. Hann vissi hvað hann vildi, hafði yfirsýn yfir líf sitt og
miklaðist aldrei af verðleikum sínum. Hann breytti undantekningarlaust í
samræmi við lífsviðhorf sín og skoðanir. Sjálfur orðaði hann það svo að hann
hefði takmarkaðan áhuga fyrir leikföngum tuttugustu aldarinnar. Þau Vigdís
áttu hvorki sjónvarp né bíl en voru bæði listrænir fagurkerar. Þau voru lífsins
fólk, í senn fólk höfuðborgarinnar og heimsborgarar. Hlustuðu á klassíska
tónlist og ítalskar óperur, stunduðu leikhús og nutu þess að ferðaðist og fóru í
✓
langar ferðir og reyndu að sækja Italíu heim, helst árlega.
Teitur andaðist þann 5. ágúst 2008 og var jarðsunginn frá Marteins-
tungukirkju 5. ágúst.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
Þorsteinn Oddsson, Heiðarbrekku
Þorsteinn Oddsson fæddist á Heiði á Rangárvöllum
23. október 1920. Hann var sonur hjónanna Odds
Oddsonar frá Heiði og Helgu Þorsteinsdóttur frá
Berustöðum í Asahreppi. Þorsteinn ól allan sinn aldur
á Heiði, elstur systkina sinna sein eru: Guðbjörg, hún
er látin, Ingigerður, Árný og Hjalti, uppeldisbróðir
þeirra er Grétar Einarsson. Milli systkinanna var gott
og taust samband. Um tvítugt fór hann í
Bændaskólann á Hvanneyri og mótuðu námið og
169