Goðasteinn - 01.09.2009, Qupperneq 172
Goðasteinn 2009
dvölin á Hvanneyri hann að miklu leyti, stuðluðu að framsýni hans við búskap
sem og gerðu honum kleift að nema smíðar.
Hinn 2. október 1945 gekk Þorsteinn að eiga Svövu Guðmundsdóttur
frá Kvígindisfelli í Tálknafirði. Hún var fædd 1. júlí 1918 og lést 21. mars
2001. Börn þeirra eru: Ásta, fædd 1945 en lést aðeins 6 daga gömul, Helga
/ /
Asta, fædd 1947, gift Sigurgeiri Bárðarsyni, Birna, fædd 1955, var gift Olafi
Bjarnasyni sem lést 1998, gift Rúnari Bjarnasyni, Þórhallur, fæddur 1957,
hann lést á 11. aldursári, Reynir, fæddur 1958, kvæntur Jónu Maríu Eiríks-
dóttur, Oddur, fæddur 1960 en hann lést 2002. Hann var kvæntur Lovísu Björk
Sigurðardóttur, seinni kona Odds var Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Þorsteinn og Svava bjuggu fyrstu tvö búskaparár sín á Heiði en um
1946 byggðu þau Heiðarbrekku, nýbýli úr landi Heiðar. Þar stunduðu þau
almennan sveitabúskap. Hann var mikill bóndi og var féð í sérstöku uppáhaldi,
sömuleiðis réttirnar, allt umhverfi þeirra og menning var honum hugleikið.
Afrétturinn var honum sérlega kær enda þekkti hann svæðið eins og lófann á
sér, var kunnur á öll örnefi, fróður um Rangárvellina og kunni ótal sögur. Hann
sinnti í mörg ár leiðsögn um afréttinn og nágrenni.
Er Þorsteinn bjó á Heiði og Heiðarbrekku var þar mikið byggt upp.
Hann var laginn við smíðar og hagur á tré hvort sem það voru hús, húsgögn
eða innréttingar. Með búskapnum vann hann við smíðar í nágrenninu.
Þorsteinn byrjaði 1936 að vinna hjá Sandgræðslunni og vann hjá henni með
búskapnum. Hann einkenndi mikil starfsgleði og hafði hann m.a. gaman af
vélum og bílum.
Að margs konar félagsstörfum vann Þorsteinn, þó einkum í þágu
bændastéttarinnar. Markaskráin og útgáfa hennar var í hans höndum, unnin af
vandvirkni enda mörk mikið áhugamál. Fróðleikur hans náði víða, hann
skrifaði eitthvað af greinum, m.a. í bókina Sunnlenskar byggðir. Byggða-
safninu á Skógum sýndi hann velvilja og gerði hann upp gamla muni fyrir
safnið. 1991 brugðu Þorsteinn og Svava búi og fluttu þá að Nestúni 23 á Hellu.
Þorsteinn var glaður og góður maður, tryggur og traustur vinur í öllum sínum
samskiptum við samferðafólk sitt. Hann var einstaklega léttur í lund og
bjartsýnn. Hann hafði gaman af að kæta og gleðja með grallaraskap.
Sérstaklega nutu barnabörn hans þessarar persónugerðar og glettni. Árið 2007
170