Stjörnur - 10.01.1950, Side 6

Stjörnur - 10.01.1950, Side 6
$hfr(eg Jemple hefur skilið við mann sinn. ÞAÐ SKIPTIR fljótt í tvö horn með hjónabandshamingjuna í Hollywood. Mikið var nú um dýrðir er Shirley Temple og John Agar giftu sig. Nokkru síðar spurði blaðakona Shirley hvort hún væri ekki hrif- in af því, að eiga að leika á móti Gary Cooper, en mynd með þeim var þá í undirbúningi. Shirley leit undrandi og hneyksluð á spyrj- andann og sagði: — Eins og það sé nokkuð fyrir mig, sem er gift John Ag'ar. En ekki munu þau hafa verið lengi í hjónabandinu, er snurður komu á þráðinn. John Agar sagði við vini sína: — Það er ekkert hægt að skemmta sér með Shirley, hún er svo saklaus og mórölsk, hún vill ekki smakka áfengi. Ég held hún ætli alltaf að verða sama smástelpan. Við réttarhöldin sem fram fóru eftir amerískri venju, er þau skildu, Shirley og John, sagði frúin að eiginmaðurinn hefði fljótt farið að skemmta sér einn í næturklúbbum og öðrum skemmtistöðum. Og þegar hann hafi komið drukkinn heim, hafi hann verið allur kámugur eftir varalit þeirra kvenna, sem hann hafi skemmt sér með, og jafnvel þegar Shirley gekk með dóttur þeirra, var hann í slíku kvennastússi. Shirley sagðist hafa tekið þetta svo nærri sér, að einu sinni hefði hún í örvinglun sinni ákveðið að fyrirfara sér. Hún sagðist hafa tekið bíl sinn og ákveðið að aka honum út af veg- inum á stað einum, þar sem hyl- dýpi var undir. En þegar hún kom út í svalt næturloftið róað- ist hún og ók í þess stað til lækn- is síns. Mikill fjöldi var í réttarsalnum og sveiuðu konur og karlar, er John Agar fór að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér. Hann var dæmdur til að greiða með barni þeirra 100 dollara á mánuði. Til framfærslu sjálfrar sín fór Shirley ekki fram á græn- an eyri. 6 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.