Stjörnur - 10.01.1950, Qupperneq 11
eru senur, sem varhugaverðar
verða að teljast, en slíka mynd
er ekki hægt að banna. Að þessu
leyti kann að gæta nokkurs ó-
samræmis, en það ber að athuga,
að það sem er saklaust eða mein-
lítið í einni mynd, vegna heildar-
anda hennar og verkunar, getur
verið hættulegt í annari.
Heyrt hef ég fólk hneykslast á
því, að myndir þar sem leikend-
ur eru mjög fáklæddir, skuli
leyfðar börnum. En því er til að
svara, að hreinum er allt hreint,
og slíkt snertir ekki svo mjög
börn og unglinga, og þessháttar
myndir eru yfirleitt ekkert eftir-
sóttar af börnum.
Fyrir nokkrum árum voru
hafðar sérstakar sýningar fyrir
börn, en nú er þessu fyrir löngu
hætt og kenna bíóin því um að
ekki sé hægt að fá neinar barna-
myndir. Meðal annars þess vegna
verður að gæta hér mikillar var-
úðar um skoðun mynda almennt,
og líklega er hvergi — nema þá
í Svíþjóð — eins mikið og hér
bannað af myndum til sýninga
fyrir börn og unglinga.
— Er það rétt að myndgæðun-
um sé mjög að hraka í bíóunum
hér.
— Ekki veit ég hvað ég á að
segja um það. Vegna gjaldeyris-
skortsins nú hin síðari ár hefur
innflutningur mynda verið miklu
takmarkaðri en t. d. á stríðsárun-
um, enda þótt bíóhúsunum hafi
fjölgað. Góðu myndirnar eru yfir-
leitt dýrari en léttmetið og því
von þótt innflytjendur kvikmynd-
anna freistist til þess að fá sem
flestar myndir. Samt verð ég að
segja það, að ótrúlega margar
góðar myndir hafa verið sýndar
hér síðustu mánuðina, einkum
síðan myndir fóru að berast frá
Evrópulöndunum. En því miður
er reynslan sú, að aðsóknin að
flestum beztu myndunum er
miklu minni en að ameríska
ruslinu.
— Að lokum, sagði frú Aðal-
björg, vil ég beina þessum orðum
til foreldra: Leyfið börnum og
unglingum ekki að fara í bíó og
sjá hverja einustu mynd, sem
sýnd er. Bíóferð einu sinni í viku
eða tvisvar á mánuði er meir en
nóg.
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
* * Hoagy Carmichael sá er leik-
ur píanóleikarann í Bestu árin, er
einnig kunnur jasslagatónsmiður,
er eftir hann til fjöldi vinsælla
danslaga, enda er hann einn af
forustumönnum jasstónlistarinn-
ar í Ameríku eins og hún birtist
í nútímaformi. Nýlega hefur
Hoagy skrifað ævisögu sína. Er
það skemmtileg bók og er sagt
margt spaugilegt frá lífi jasstón-
listarmanna í Ameríku.
STJÖRNUR 11