Stjörnur - 10.01.1950, Page 16
ur endurtók sig. Síminn hringdi
og, er Lísa greip tólið, heyrði hún
hina sömu blæfögru rödd er söng
ljóð og lag til enda. Síðan sagði
söngvarinn:
— Eruð þér ekki ánægð með
þetta? Finnst yður virkilega ekki,
að þetta sé gott lag?
— Jú, hvíslaði Lísa.
— Afsakið .... sagði maður-
inn og var hraðmæltur .... Er
þetta ekki ....
— Nei, því miður. Þetta er bara
ég .... Skiljið þér .... það er
skakkt númer, alveg eins og í
gær.
— Nei, en hve það var gaman,
svaraði maðurinn og reyndi að
snúa öllu upp í glens. Og þér eruð
ekkert reið við mig fyrir það að
ég er alltaf að ónáða yður.
— Nei sannarlega ekki.
— Eg má til að skýra þetta fyr-
ir yður. Eins og þér skiljið verður
Vivianna ekki uppnæm fyrir smá-
munum og þessvegna datt mér í
hug að vekja athygli hennar á
laginu mínu með því móti að
syngja það fyrir hana í síma —
formálalaust .... En meðal ann-
ara orða hvað finnst yður um
lagið?
— Það er mjög hrífandi, flýtti
Lísa sér að segja .... En hvað
var þetta? Nú heyrðist aftur
gamli þagnarsónninn í símanum.
Hann hafði þó áreiðanlega ekki
lagt tólið á sín megin, það hefði
hún heyrt. — Halló, halló, kallaði
hún. Ekkert svar. Hún lagði
heyrnartólið á. Kannski hann
myndi hringja aftur? En vissi
hann þá númerið? Var það ekki
aðeins tilviljun að hann hitti á
hennar númer í þessi bæði skipti?
Hún beið. Enginn hringdi. Þögn-
in grúfði um ] .ana þung og myrk.
Ef til vill hefur hann hringt frá
almenningssíma og viðtalsbilinu
verið lokið, það var aðeins skömm
stund, sem fekkst fyrir tvo
fimmeyringa. Ef til vill var þetta
fátækur listamaður, sem háði bar-
áttu fyrir tilveru sinni. Ef til vill
bjó hann einhversstaðar í úthverf-
unum og gat því ekki náð til
Viviönnu með öðrum hætti en að
hringja til hennar, rétt fyrir
háttatímann. Ef til vill var tæki-
færið í kvöld, á morgun gat það
verið orðið of seint.
Lísa greip kápuna sína og snar-
aðist í hana. Hún hafði tekið á-
kvörðun, eða réttara sagt, þegar
hún stóð hálftíma síðar í dagstofu
hinnar frægu söngkonu, varð
henni ljóst ,að hún hafði tekið
ákvörðun. Þangað hafði hún bor-
ist eins og í leiðslu.
— Hvað get ég gert fyrir yð-
ur, fröken?
Lísa vaknaði sem úr dvala, er
hún heyrði þessi orð. Frammi
fyrir henni stóð sjálf prímadonn-
an Vivianna. Og Lísa heyrði eins
og í draumi sjálfa sig segja:
— Ég ætlaði bara að biðja yð-
ur, sem getið gert hvaða lag sem
16 STJÖRNUR